"Við hefðum viljað taka sigurinn og komumst tvisvar yfir. En við vorum klaufar að klára þetta ekki," sagði Bjarki Aðalsteinsson, fyrirliði Leiknis, eftir jafntefli gegn ÍA í botnslagnum í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 2 ÍA
Úrslitin þýða að Leiknismenn eru ekki með örlögin í sínum höndum, enda fjórum stigum frá öruggu sæti og sex stig eftir í pottinum. "Við verðum bara að vinna næstu tvo leiki. Það er ekkert annað í boði. Við verðum bara að vinna okkar leiki og sjá svo hvað gerist."
Að lokum ræddum við um nýja fyrirkomulagið á deildinni. Bjarki var spurður hvort þetta væri ekki svekkjandi breyting í ljósi þess að Leiknisliðið var ekki í fallsæti eftir 22 umferðir. "Neinei. Deildin spilast eins og hún spilast og við vissum alltaf að það yrðu þessir fimm auka leikir. Við verðum bara að vinna okkar leiki."
Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér að ofan