Valur fékk Stjörnuna í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-0 fyrir heimamönnum en mörk Vals skoruðu þeir Aron Jóhannsson, Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson. Birkir Már kom sáttur í viðtal eftir leik.
„Gott að vinna loksins leik, langt síðan við unnum og búin að vera eiginlega óásættanleg frammistaða hjá okkur síðustu 5 leiki."
Valur voru án sigurs í síðustu 7 leikjum fyrir leikinn í kvöld.
„Þegar maður er í félagi eins og Val þá vill maður vinna allt sem er í boði og við erum langt frá því að gera það upp á síðkastið þannig gott að fá góða frammistöðu og sigur í dag."
„Fyrri hálfleikurinn var jafn þeir voru mikið með boltann og við ekki nægilega þéttir, í seinni hálfleik þá fannst mér við vera með fulla stjórn á leiknum og hefðum getað skorað miklu fleiri mörk."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir