Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 21. ágúst 2021 16:54
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dómararnir eru margar mínútur að tala saman
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. Ég held að þeir hafi átt eitt skot á markið í fyrri hálfleik og skora í uppbótartíma sem er skelfileg tímasetning fyrir okkur . Við missum Magga út af með höfuðhögg sem að riðlar varnarskipulagi okkar. Við megum illa við því að fá svona mörg meiðsli þannig að við lentum í basli í seinni hálfleiknum. “Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur eftir 5-0 tap Keflavíkur gegn FH fyrr í dag en þrjú af fimm mörkum FH komu á lokaandartökum leikins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 FH

Keflavík varð fyrir tvöföldu áfalli í dag en líkt og Sigurður sagði misstu þeir Magnús Þór Magnússon af velli vegna höfuðmeiðsla og til að bæta gráu ofan á svart fékk Nacho Heras að líta rauða spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok og verður því í banni í næsta leik. Um rauða spjaldið sagði Sigurður.

„Ég sá ekki hvað gerðist þar. Mér fannst það miög skrýtið atvik þar sem að dómararnir eru margar mínútur að tala saman og þjálfarateymi FH stöðugt að öskra á aðstoðardómarann. Ég sá ekki hvað gerðist en það var vendipunkturinn í leiknum.“

Það gefst lítill tími fyrir Keflavík að sleikja sárin en næsti leikur liðsins er á miðvikudag og þá aftur gegn FH. Kjörið tækifæri væntanlega fyrir menn að rífa sig upp og gera betur?

„Annaðhvort getum við verið eins og aumingjar og farið að vorkenna sjálfum okkur eða við getum gert betur og næsti leikur við þá er bara eftir nokkra daga. Við eigum að geta sýnt að við getum betur en þetta. Þetta var skelfileg frammistaða hér í seinni hálfleik þó margt hafi verið fínt í fyrri.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner