Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 21. ágúst 2021 16:54
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Dómararnir eru margar mínútur að tala saman
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. Ég held að þeir hafi átt eitt skot á markið í fyrri hálfleik og skora í uppbótartíma sem er skelfileg tímasetning fyrir okkur . Við missum Magga út af með höfuðhögg sem að riðlar varnarskipulagi okkar. Við megum illa við því að fá svona mörg meiðsli þannig að við lentum í basli í seinni hálfleiknum. “Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur eftir 5-0 tap Keflavíkur gegn FH fyrr í dag en þrjú af fimm mörkum FH komu á lokaandartökum leikins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  5 FH

Keflavík varð fyrir tvöföldu áfalli í dag en líkt og Sigurður sagði misstu þeir Magnús Þór Magnússon af velli vegna höfuðmeiðsla og til að bæta gráu ofan á svart fékk Nacho Heras að líta rauða spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok og verður því í banni í næsta leik. Um rauða spjaldið sagði Sigurður.

„Ég sá ekki hvað gerðist þar. Mér fannst það miög skrýtið atvik þar sem að dómararnir eru margar mínútur að tala saman og þjálfarateymi FH stöðugt að öskra á aðstoðardómarann. Ég sá ekki hvað gerðist en það var vendipunkturinn í leiknum.“

Það gefst lítill tími fyrir Keflavík að sleikja sárin en næsti leikur liðsins er á miðvikudag og þá aftur gegn FH. Kjörið tækifæri væntanlega fyrir menn að rífa sig upp og gera betur?

„Annaðhvort getum við verið eins og aumingjar og farið að vorkenna sjálfum okkur eða við getum gert betur og næsti leikur við þá er bara eftir nokkra daga. Við eigum að geta sýnt að við getum betur en þetta. Þetta var skelfileg frammistaða hér í seinni hálfleik þó margt hafi verið fínt í fyrri.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner