Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   sun 24. september 2023 20:20
Haraldur Örn Haraldsson
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harley Willard leikmaður KA skoraði 2 mörk í kvöld í 4-2 sigri gegn Fylki. Harley spilaði ekki mikið í byrjun tímabilsins en hefur verið að koma meira inn í liðið hjá KA upp á síðkastið og spilað vel. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Þetta var góður leikur í erfiðum aðstæðum, það rigndi mjög mikið og örlítið hvasst en mér fannst við höndla það vel og það er alltaf gott að ná í 3 stig."

Harley hefur smá sögu með Fylki þar sem hann var mjög stutt hjá félaginu eitt sinn og svo hefur honum tekist að skora nokkuð oft gegn þeim. Er það þá eitthvað sérstakt við að mæta Fylki?

„Mér líður alveg eins að spila við þá og öll önnur lið ef ég á að segja alveg eins og er. Ég ber engan illvilja gegn þeim, ég bara spila minn leik og ég skoraði öll 4 mörkin mín í sumar gegn þeim þannig, það er bara eins og það er."

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur spilað Harley upp á síðkastið á miðjunni en hann hefur yfirleitt verið þekktur sem kantmaður. Harley hefur hinsvegar spilað vel á miðjunni og það gæti verið hans framtíðarstaða.

„Ég spilaði reyndar ekkert svo mikið á svona 15-16 fyrstu leikjunum en þegar ég fékk tækifærið fannst mér ég sýna að ég get spilað á þessu leveli. Það voru margir sem héldu að það væri ekki svo og margir sem sögðu að ég gæti það ekki. Þannig að það skiptir ekki máli hvar ég spila á vellinum, ég get alltaf skilað mínu og mér finnst ég vera að sýna það."

Harley kom til KA frá þeirra erkifjendum Þór. Það getur verið umdeilt en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun og sér ekki eftir neinu.

„Ég er ekki íslenskur þannig að fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur. Ég vil bara spila á hæsta leveli sem ég get og þegar KA kom að borðinu þá var ég varla að fara segja nei. Að spila í Evrópu og spila í efstu deild fyrir liðið sem endaði í 2. sæti. Það er frábært tækifæri þannig að ég er ánægður að ég tók því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner