Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 27. mars 2022 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Páll: Kórdrengir langmest spennandi af því sem var í boði
Guðmann og Þórir Rafn hjálpuðu til við að taka ákvörðun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vera kominn í Kórdrengi, þeir eru mjög metnaðarfullir, flottur hópur, margir sterkir leikmenn og ég held að við verðum flottir í sumar," sagði Sverrir Páll Hjaltested, sem gekk á dögunum í raðir Kórdrengja á láni frá Val. Sverrir er 21 árs sóknarmaður sem stimplaði sig inn í efstu deild í fyrra.

„Það voru nokkur lið sem komu til greina en eftir að ég talaði við Kórdrengi þá fannst mér það verkefni langmest spennandi af því sem var í boði. Þeir sannfærðu mig um að koma."

Hvað er það við Kórdrengi sem er spennandi?

„Þeir ætla sér upp og ég tel félagið vera með leikmannahóp og vilja í það. Það er mikil stemning á æfingum og sterkir póstar í liðinu. Ég hef spilað á móti Guðmanni, djöfull að eiga við hann og fínt að fara í sama lið og hann. Svo er besti vinur minn í þessu liði, Þórir Rafn hefur verið besti vinur minn síðan við vorum guttar í Fossvoginum. Það hjálpaði til við að taka þessa ákvörðun."

„Ég vil fá mínútur á vellinum, allt annað legg ég bara á sjálfan mig. Ég er með mín markmið og mína drauma. Ég held markmiðum um markafjölda fyrir sjálfan mig."


Hvernig var að taka þátt í síðasta tímabili með Val?

„Tímabilið áður sleit ég krossband svo það datt bara út og það kom mér á óvart í fyrra að ég fékk þetta mikinn spilatíma. Ég bjóst alveg við því að fá að spila en ekki svona mikið. Þrátt fyrir ekkert svo gott gengi þá fannst mér ég eiga fínt sumar miðað við það sem ég fékk. Það var bara mjög gaman að taka fyrsta sumarið í efstu deild. Við kepptum á móti Dinamo Zagreb og Bodo/Glimt en hápunkturinn var bara að fá að spila með strákunum í Val."

Var spurning hvort þú fengir að fara frá Val á láni?

„Það var ekkert víst hvort ég fengi að fara, það var ekkert alltaf gefið en ég tel mig þurfa að fara á lán til að fá þessar mínútur sem ég þarf inn á vellinum."

„Það skipti mig ekki máli hvort það var lið í efstu deild eða Lengjudeildinni. Ég vil vera í liði þar sem þjálfarinn spilar mér, treystir á mig og trúir."

„Gott tímabil með Kórdrengjum getur gert góða hluti fyrir mig, við ætlum okkur upp og þannig tímabil þarf ég,"
sagði Sverrir Páll.

Í lok viðtals, sem má sjá í spilaranum að ofan, er hann spurður út í túnfiskssamloku sem hann fékk sér í fyrra og einnig aðeins út í umfjöllun Steve Dagskrá um sig.
Athugasemdir
banner