Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 27. mars 2022 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Páll: Kórdrengir langmest spennandi af því sem var í boði
Guðmann og Þórir Rafn hjálpuðu til við að taka ákvörðun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vera kominn í Kórdrengi, þeir eru mjög metnaðarfullir, flottur hópur, margir sterkir leikmenn og ég held að við verðum flottir í sumar," sagði Sverrir Páll Hjaltested, sem gekk á dögunum í raðir Kórdrengja á láni frá Val. Sverrir er 21 árs sóknarmaður sem stimplaði sig inn í efstu deild í fyrra.

„Það voru nokkur lið sem komu til greina en eftir að ég talaði við Kórdrengi þá fannst mér það verkefni langmest spennandi af því sem var í boði. Þeir sannfærðu mig um að koma."

Hvað er það við Kórdrengi sem er spennandi?

„Þeir ætla sér upp og ég tel félagið vera með leikmannahóp og vilja í það. Það er mikil stemning á æfingum og sterkir póstar í liðinu. Ég hef spilað á móti Guðmanni, djöfull að eiga við hann og fínt að fara í sama lið og hann. Svo er besti vinur minn í þessu liði, Þórir Rafn hefur verið besti vinur minn síðan við vorum guttar í Fossvoginum. Það hjálpaði til við að taka þessa ákvörðun."

„Ég vil fá mínútur á vellinum, allt annað legg ég bara á sjálfan mig. Ég er með mín markmið og mína drauma. Ég held markmiðum um markafjölda fyrir sjálfan mig."


Hvernig var að taka þátt í síðasta tímabili með Val?

„Tímabilið áður sleit ég krossband svo það datt bara út og það kom mér á óvart í fyrra að ég fékk þetta mikinn spilatíma. Ég bjóst alveg við því að fá að spila en ekki svona mikið. Þrátt fyrir ekkert svo gott gengi þá fannst mér ég eiga fínt sumar miðað við það sem ég fékk. Það var bara mjög gaman að taka fyrsta sumarið í efstu deild. Við kepptum á móti Dinamo Zagreb og Bodo/Glimt en hápunkturinn var bara að fá að spila með strákunum í Val."

Var spurning hvort þú fengir að fara frá Val á láni?

„Það var ekkert víst hvort ég fengi að fara, það var ekkert alltaf gefið en ég tel mig þurfa að fara á lán til að fá þessar mínútur sem ég þarf inn á vellinum."

„Það skipti mig ekki máli hvort það var lið í efstu deild eða Lengjudeildinni. Ég vil vera í liði þar sem þjálfarinn spilar mér, treystir á mig og trúir."

„Gott tímabil með Kórdrengjum getur gert góða hluti fyrir mig, við ætlum okkur upp og þannig tímabil þarf ég,"
sagði Sverrir Páll.

Í lok viðtals, sem má sjá í spilaranum að ofan, er hann spurður út í túnfiskssamloku sem hann fékk sér í fyrra og einnig aðeins út í umfjöllun Steve Dagskrá um sig.
Athugasemdir
banner
banner