Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
   sun 27. mars 2022 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Páll: Kórdrengir langmest spennandi af því sem var í boði
Guðmann og Þórir Rafn hjálpuðu til við að taka ákvörðun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á að vera kominn í Kórdrengi, þeir eru mjög metnaðarfullir, flottur hópur, margir sterkir leikmenn og ég held að við verðum flottir í sumar," sagði Sverrir Páll Hjaltested, sem gekk á dögunum í raðir Kórdrengja á láni frá Val. Sverrir er 21 árs sóknarmaður sem stimplaði sig inn í efstu deild í fyrra.

„Það voru nokkur lið sem komu til greina en eftir að ég talaði við Kórdrengi þá fannst mér það verkefni langmest spennandi af því sem var í boði. Þeir sannfærðu mig um að koma."

Hvað er það við Kórdrengi sem er spennandi?

„Þeir ætla sér upp og ég tel félagið vera með leikmannahóp og vilja í það. Það er mikil stemning á æfingum og sterkir póstar í liðinu. Ég hef spilað á móti Guðmanni, djöfull að eiga við hann og fínt að fara í sama lið og hann. Svo er besti vinur minn í þessu liði, Þórir Rafn hefur verið besti vinur minn síðan við vorum guttar í Fossvoginum. Það hjálpaði til við að taka þessa ákvörðun."

„Ég vil fá mínútur á vellinum, allt annað legg ég bara á sjálfan mig. Ég er með mín markmið og mína drauma. Ég held markmiðum um markafjölda fyrir sjálfan mig."


Hvernig var að taka þátt í síðasta tímabili með Val?

„Tímabilið áður sleit ég krossband svo það datt bara út og það kom mér á óvart í fyrra að ég fékk þetta mikinn spilatíma. Ég bjóst alveg við því að fá að spila en ekki svona mikið. Þrátt fyrir ekkert svo gott gengi þá fannst mér ég eiga fínt sumar miðað við það sem ég fékk. Það var bara mjög gaman að taka fyrsta sumarið í efstu deild. Við kepptum á móti Dinamo Zagreb og Bodo/Glimt en hápunkturinn var bara að fá að spila með strákunum í Val."

Var spurning hvort þú fengir að fara frá Val á láni?

„Það var ekkert víst hvort ég fengi að fara, það var ekkert alltaf gefið en ég tel mig þurfa að fara á lán til að fá þessar mínútur sem ég þarf inn á vellinum."

„Það skipti mig ekki máli hvort það var lið í efstu deild eða Lengjudeildinni. Ég vil vera í liði þar sem þjálfarinn spilar mér, treystir á mig og trúir."

„Gott tímabil með Kórdrengjum getur gert góða hluti fyrir mig, við ætlum okkur upp og þannig tímabil þarf ég,"
sagði Sverrir Páll.

Í lok viðtals, sem má sjá í spilaranum að ofan, er hann spurður út í túnfiskssamloku sem hann fékk sér í fyrra og einnig aðeins út í umfjöllun Steve Dagskrá um sig.
Athugasemdir
banner
banner