Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
   sun 28. ágúst 2016 20:38
Magnús Már Einarsson
Hemmi Hreiðars: Þetta er alltaf einhvern veginn á móti okkur
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var afar ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Fjölni í kvöld.

Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði metin þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Uppgefinn viðbótartími í leiknum hafði verið fjórar mínútur og Hermann var ósáttur við jöfnunarmakið.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Fylkir

„Leiktíminn var liðinn, það er ósköp einfalt. Ég heyrði hann telja niður, 4, 3, 2, 1 og svo kemur brotið. Svo er hann rangstæður. Það er bara giskað á það hver flikkar boltanum áfram," sagði Hermann.

„Þetta er orðið þreytt. Það er hrikalega dýrt hvað þetta er oft. Ef ein ákvörðun hefði gengið okkur í hag í sumar þá værum við í þægilegri stöðu. Þetta er alltaf einhvernegin á móti okkur."

Hermann var ánægður með frammistöðuna hjá sínum mönnum í dag.

„Markvörðurinn þeirra hélt þeim inni í þessu. Við fengum langbestu færin í þessum leik. Þegar þú ert þarna niðrr þá verður þu að berjast fyrir öllu og við gerðum það svo sannarlega í dag. Þetta var frábær vinnsla og viljinn og trúin var frábær."

Fylkismenn eru ennþá fjórum stigum á eftir ÍBV og fimm stigum á eftir Víkingi Ólafsvík.

„Ef við höldum svona áfram, þá fáum við fullt af stigum. Við erum inni í þessari baráttu, það er alveg á hreinu," sagði Hermann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner