„FH-ingar voru mjög góðir en við vorum slakir í dag þó við höfum átt einn og einn ágætan kafla. Við skoruðum á góðum momentum en svo lá þetta á okkur," sagði Ingvar Jónsson markvörður Víkings eftir 1 - 2 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 Víkingur R.
„Auðvitað er mikið undir hjá okkur og menn extra stressaðir en geggjuð þrjú stig," sagði Ingvar. FH var mikið meira með boltan meðan Víkingar lágu í vörn. Var lagt upp með að sitja aftar í dag?
„Nei alls ekki, við ætluðum bara að spila okkar leik og pressa á þá en það einhvern veginn gekk ekki. Ég veit ekki hvort það var völlurinn eða stresspunkturinnn hærri en vanalega," sagði hann en hvað fannst honum að vellinum?
„Það vita allir að við erum mjög góðir á gervigrasi og boltinn flýtur öðruvísi og er sleipur. Ekki að það sé einhver afsökun en það er bara öðruvísi að spila fótbolta á þessu. Geggjaður völlur og ég elska að spila hérna," sagði Ingvar.
Hann spilaði með Stjörnunni sumarið 2014 og varð Íslandsmeistari í Kaplakrikanum það árið eftir hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni þar sem hann var frábær í markinu rétt eins og í kvöld.
„Ég held að fyrsti leikurinn í Pepsi árið 2011 hafi líka verið hérna svo ég á bara góðar minningar hérna. Þetta er langbesti völlur á landinu, allt í kringum hann, ofan í holu og góð stemmning í stúkunni. Það er ógeðslega gaman að spila hérna og næst því sem maður kemst að spila einhversstaðar úti."
Ingvar var maður leiksins í Kaplakrikanum í dag, var það kannski að hluta til því hann var að spila á velli sem hann elskar að spila á?
„Það er extra létta að móti vera sig þegar maðurer í toppbaráttu. Maður dettur í zone og líður eins og einginn sé að fara að skora á móti manni í dag og það er geggjuð tilfinning. Það þurfti eitthvað svona mark eins og frá Birni Daníel til að koma honum framhjá mér."
Markið sem hann vísar í þarna er hjólhestaspyrnumark Björns Daníels Sverrissonar fyrir FH sem minnkaði muninn í 1 - 2.
„Þetta var svakalegt mark og minnti mig á síðustu mínúturnar 2014. Það var biluð pressa og algjört rugl og þeir klúðra dauðafærum. Við björgum á línu og fórnum okkur fyrir allt. Þetta var bara geggjaður sigur hjá liðinu."
Nánar er rætt við Ingvar í spilaranum að ofan þar sem hann talar um toppbaráttuna framundan.
Athugasemdir