Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fös 30. ágúst 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Þetta slys í fyrri hálfleik er svo ólíkt okkur
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Aftureldingu í kvöld þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um umspilssæti og máttu illa við því að missa af stigum í þeirri baráttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Njarðvík

„Hörmung. Bara algjör hörmung hvernig við komum út hérna í fyrri hálfleik og hvað við sýndum eða ekki sýndum. Við gerðum nátturlega ekki rassgat hérna í fyrri hálfleik. Það varð bara til þess að við töpuðum þessum leik." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson svekktur eftir tapið í kvöld.

„Við erum búnir að taka eina heila æfingarviku loksins, við erum búnir að bíða eftir því að komast í eina æfingarviku til þess að stilla þetta allt saman og augljóslega var það ekki nægilega vel gert hjá okkur eða þá að undirbúningurinn var ekki nægilega góður hjá okkur og ég verð bara að taka það á mig." 

Njarðvíkingar litu alls ekki vel út í fyrri hálfleik en hvað var hægt að segja eða gera í hálfleik?

„Við gerðum bara strax þrjár skiptingar. Okkur fannst bara sumir leikmenn hérna sem áttu að vera máttarstólpar í þessu liði, þessu stóru leikmenn að þeir svolítið féllu svolítið á testinu fannst mér. Þessir leikmenn sem komu inná gerðu bara mjög vel og bara virkilega ánægður með þá og jújú við komum tilbaka og gamla góða 'já við unnum seinni hálfleikinn' og eitthvað svona kjaftæði. Ég trúi ekki á það en þeir sýndu það að þeim var ekki sama. Þeim var ekki sama að það væri bara verið að 'pound-a' á þeim eða var verið að keyra yfir þá." 

Njarðvíkingar hafa verið í umspilsbaráttu eða baráttu við toppliðin í allt sumar en er mögulega pressan farinn að segja til sín þegar svona lítið er eftir?

„Auðvitað erum við nátturkega með hóp sem að hefur ekkert verið í þessum aðstæðum áður. Ég veit og vissi það líka fyrir tímabilið en talaði um það þegar ég skrifaði undir að ég ætlaði að reyna taka þennan klúbb á næsta level og til þess að við gerum það þá þurfum við allir að leggja miklu meira á okkur og við höfum gert það." 

„Þetta slys hérna í fyrri hálfleik er svo ólíkt okkur finnst mér. Kannski er það komin einhver pressa og menn byrjaðir að sjá það að þetta er hérna fyrir framan okkur og við þurfum bara að ná í það en kannski höfum við bara ekki karakterinn í liðinu til þess að ná í þetta sem að er fyrir framan okkur." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner