Dean Martin nýr þjálfari Selfoss var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn HK á Jáverk-vellinum nú í kvöld.
„Ég er mjög ánægður með hvernig liðið barðist í dag, við skoruðum mark á 90. mínútu og héldum að við værum búnir að jafna. Það var dæmt af en við getum ekki breytt neinu."
Selfoss á sannkallaðan sex stiga leik framundan á miðvikudaginn gegn Magna en Dean vildi ekkert endilega tala um mikilvægi þessa leiks.
„Það eru allir leikir mikilvægir. Skiptir engu máli hvort við erum að spila gegn Magna eða HK. Við förum bara út og reynum að vinna leiki og sjáum hvernig gengur."
Athygli vakti að Sævar Þór Gíslason var mættur á bekkinn hjá Selfoss og skráður sem aðstoðarþjálfari á skýrslunni. En veðrur Sævar aðstoðarþjálfari út tímabilið?
„Ég ætla bara að skoða það. Ég er ánægður að hafa Sævar þarna. Það er gaman að vera við hliðina á honum í stað fyrir að rífast við hann eins og í gamla daga."
Aðspurður um hvort að Dean Martin væri búinn að sjá myndskeiðið þegar markið var dæmt af Inga Rafni á 90. mínútu sagði hann það ekki skipta máli.
„Skiptir engu máli hvort ég sé það eða ekki. Það breytir ekki neinu."
Athugasemdir