Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 01. ágúst 2018 22:55
Ingimar Helgi Finnsson
Dean Martin: Gaman að vera við hliðina á Sævari í stað þess að rífast við hann
Dean Martin stýrði sínum fyrsta leik hjá Selfossi í kvöld.
Dean Martin stýrði sínum fyrsta leik hjá Selfossi í kvöld.
Mynd: Selfoss
Dean Martin nýr þjálfari Selfoss var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn HK á Jáverk-vellinum nú í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með hvernig liðið barðist í dag, við skoruðum mark á 90. mínútu og héldum að við værum búnir að jafna. Það var dæmt af en við getum ekki breytt neinu."

Selfoss á sannkallaðan sex stiga leik framundan á miðvikudaginn gegn Magna en Dean vildi ekkert endilega tala um mikilvægi þessa leiks.

„Það eru allir leikir mikilvægir. Skiptir engu máli hvort við erum að spila gegn Magna eða HK. Við förum bara út og reynum að vinna leiki og sjáum hvernig gengur."

Athygli vakti að Sævar Þór Gíslason var mættur á bekkinn hjá Selfoss og skráður sem aðstoðarþjálfari á skýrslunni. En veðrur Sævar aðstoðarþjálfari út tímabilið?

„Ég ætla bara að skoða það. Ég er ánægður að hafa Sævar þarna. Það er gaman að vera við hliðina á honum í stað fyrir að rífast við hann eins og í gamla daga."

Aðspurður um hvort að Dean Martin væri búinn að sjá myndskeiðið þegar markið var dæmt af Inga Rafni á 90. mínútu sagði hann það ekki skipta máli.

„Skiptir engu máli hvort ég sé það eða ekki. Það breytir ekki neinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner