Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   mið 01. ágúst 2018 22:55
Ingimar Helgi Finnsson
Dean Martin: Gaman að vera við hliðina á Sævari í stað þess að rífast við hann
Dean Martin stýrði sínum fyrsta leik hjá Selfossi í kvöld.
Dean Martin stýrði sínum fyrsta leik hjá Selfossi í kvöld.
Mynd: Selfoss
Dean Martin nýr þjálfari Selfoss var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap gegn HK á Jáverk-vellinum nú í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með hvernig liðið barðist í dag, við skoruðum mark á 90. mínútu og héldum að við værum búnir að jafna. Það var dæmt af en við getum ekki breytt neinu."

Selfoss á sannkallaðan sex stiga leik framundan á miðvikudaginn gegn Magna en Dean vildi ekkert endilega tala um mikilvægi þessa leiks.

„Það eru allir leikir mikilvægir. Skiptir engu máli hvort við erum að spila gegn Magna eða HK. Við förum bara út og reynum að vinna leiki og sjáum hvernig gengur."

Athygli vakti að Sævar Þór Gíslason var mættur á bekkinn hjá Selfoss og skráður sem aðstoðarþjálfari á skýrslunni. En veðrur Sævar aðstoðarþjálfari út tímabilið?

„Ég ætla bara að skoða það. Ég er ánægður að hafa Sævar þarna. Það er gaman að vera við hliðina á honum í stað fyrir að rífast við hann eins og í gamla daga."

Aðspurður um hvort að Dean Martin væri búinn að sjá myndskeiðið þegar markið var dæmt af Inga Rafni á 90. mínútu sagði hann það ekki skipta máli.

„Skiptir engu máli hvort ég sé það eða ekki. Það breytir ekki neinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner