Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. september 2021 17:20
Elvar Geir Magnússon
Lið 17. umferðar - Jóhann Árni leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Jóhann01 skoraði fimm
Jóhann01 skoraði fimm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur Hallsson er valinn í fimmta sinn í úrvalsliðið.
Sigurður Bjartur Hallsson er valinn í fimmta sinn í úrvalsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ívan Rivine.
Jón Ívan Rivine.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
17. umferð Lengjudeildarinnar kláraðist í gær með tveimur leikjum sem frestað hafði verið vegna Covid vandamála. Hinir leikirnir voru spilaðir 19. og 20. ágúst.

Breki Ómarsson hefur verið sjóðandi heitur með ÍBV að undanförnu, hann skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins þegar Eyjamenn stigu skref í átt að Pepsi Max-deildinni með því að vinna mikilvægan 1-0 útisigur gegn Þór Akureyri.

Felix Örn Friðriksson er einnig í úrvalsliðinu og líka Sigurður Arnar Magnússon sem var gríðarlega öflugur í hjarta varnar Eyjamanna.

Í gær gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli. Pétur Bjarnason skoraði bæði mörk Vestra en maður leiksins var Valgeir Árni Svansson í Aftureldingu.



Leikmaður umferðarinnar er Jóhann Árni Gunnarsson sem skoraði fimm mörk þegar Fjölnir vann 7-0 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík! Hinn efnilegi Lúkas Logi Heimisson er einnig í liði umferðarinnar.

Þjálfari umferðarinnar er Ágúst Gylfason hjá Gróttu eftir 2-1 sigur gegn Kórdrengjum. Jón Ívan Rivine markvörður Gróttu er í úrvalsliðinu og einnig Pétur Theódór Árnason sem skoraði sigurmarkið.

Alexander Már Þorláksson skoraði fyrra mark Fram í 2-1 sigri gegn Selfossi og var valinn maður leiksins. Þá er Sigurður Bjartur Hallsson í Grindavík í liðinu en hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri gegn Þrótti.

Sjá einnig:
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner