„Ég er auðvitað bara mjög sátt með sigurinn," sagði Ásdís Karen Halldórsson, leikmaður Vals, eftir 2-0 sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í kvöld.
Ásdís Karen átti mjög flottan leik og skoraði bæði mörkin fyrir sitt lið á Hlíðarenda.
Ásdís Karen átti mjög flottan leik og skoraði bæði mörkin fyrir sitt lið á Hlíðarenda.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 FH
„Við hefðum alveg mátt aðeins halda betur í boltann í seinni hálfleik og loka þessu með þriðja markinu. Það gekk ekki í dag en skipti engu máli."
Hún var sátt með að skora fyrstu mörkin sín á tímabilinu en aðalatriðið var auðvitað að ná í sigurinn. „Það er mjög gott að skora snemma í mótinu."
„Það skiptir svo sem engu máli hver skorar, ég er bara ánægð með sigurinn."
Var svekkjandi að ná ekki þrennunni í seinni hálfleik? „Nei, nei, það er allt í góðu. Það hefði verið gaman en við unnum leikinn."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir