Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 02. ágúst 2023 11:50
Fótbolti.net
Sterkasta lið 14. umferðar - Ekki bara besti heldur langbesti leikmaður liðsins
Sterkastur: Sami Kamel (Keflavík)
Sami Kamel í Keflavík.
Sami Kamel í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Páls er í fimmta sinn í liði umferðarinnar.
Adam Páls er í fimmta sinn í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn gerðu Breiðablik og Stjarnan 1-1 jafntefli í leik sem tilheyrir 14. umferð Bestu deildarinnar. Þar með eru fimm af sex leikjum umferðarinnar búnir en óvíst er hvenær leikur FH og KA mun fara fram.

Fótbolti.net hefur sett saman úrvalslið umferðarinnar, í samvinnu við Steypustöðina.

Sterkastur í 14. umferð
Leikmaður umferðarinnar er Sami Kamel hjá Keflavík. Hann er ekki bara besti, heldur langbesti leikmaður liðsins. Hann átti tvær stoðsendingar og var algjör prímusmótor í sóknarleik Keflavíkur sem gerði 3-3 jafntefli við Víking þann 8. júlí.



Keflavík á annan fulltrúa í úrvalsliðinu en það er úkraínski varnarmaðurinn Oleksii Kovtun.

ÍBV vann 1-0 sigur gegn Fram í Vestmannaeyjum sama dag en Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið. Hermann Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar og Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Fram kom í veg fyrir stærra tap Framara.

Þann 12. júlí vann Valur 2-1 sigur gegn Fylki. Adam Ægir Pálsson skoraði annað mark Vals og átti þátt í því fyrra. Hann er í fimmta sinn í Sterkasta liðinu. Orri Hrafn Kjartansson skoraði einnig í leiknum og Elfar Freyr Helgason var traustur í vörn liðsins.

Degi síðar gerðu HK og KR 1-1 jafntefli. Atli Arnarson skoraði mark HK og Kristinn Jónsson var ógnandi og átti stoðsendingu í liði KR.

Síðasta laugardag gerðu svo Breiðablik og Stjarnan 1-1 jafntefli eins og áður segir. Jason Daði Svanþórsson kom inn af bekknum og skoraði jöfnunarmarkið. Guðmundur Kristjánsson er fulltrúi Stjörnunnar í liðinu.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar

Sterkustu leikmenn:
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner