Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   sun 03. júlí 2016 16:50
Valur Páll Eiríksson
Oliver: Kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 2-3 tap gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Breiðablik missti þar niður 2-0 forystu í 2-3 tap á tíu mínútum. En hvað fór eiginlega úrskeiðis?

„Góð spurning, eins og þú segir, þessar 10 mínútur þær fóru bara út í veður og vind og þeir refsa okkur illilega. Það sem gerist er að við erum ekki nógu nálægt mönnum, töpum einvígunum okkar og spilum þetta bara kolvitlaust eftir að við komumst 2-0 yfir."

Þá var Oliver spurður um hvort menn hefðu misst hausinn.

„Ég gæti komið með 100 afsakanir fyrir því af hverju við unnum ekki þennan leik. Við vorum með leikinn í okkar höndum og ekki neitt að gerast hjá þeim, þeir skapa ekkert í fyrri hálfleik og þeir voru ekki að gera neitt."

Svo kemur þessi 10 mínútna kafli þar sem þeir skora útaf aumingjaskap hjá okkur þar sem við erum ekki nógu einbeittir. Svo kemur bara annað og annað og eftir það liggja þeir bara niður, skiljanlega. Við vorum ekki nógu frískir eða góðir til að nýta okkur það.

Breiðablik tapaði einnig 2-3 gegn Jelgava á fimmtudaginn og halda til Lettlands í vikunni í síðari leikinn. En hefur tapið einhver áhrif á undirbúning fyrir Evrópuleikinn ytra á fimmtudag?

„Nei, við förum út á þriðjudaginn og þetta hefur enginn áhrif á undirbúninginn fyrir það. Við verðum bara að vinna með tveimur í þeim leik, við gátum ekki unnið þennan leik í dag eftir tap í þeim leik þannig að það kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka eftir bikarinn en ég hef trú á því að við vinnum þann leik og menn koma dýrvitlausir í þann leik." sagði Oliver.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner