Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 11. júlí 2024 21:50
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Við þurfum að byrja á að rífa okkur aftur niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0 á Samungvellinum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Mér fannst þetta bara öflugur leikur, mér fannst liðið vera bara mjög gott í dag. Mér fannst við vera skarpir, við hreyfðum boltan hratt. Í fyrri hálfleik fannst mér vanta aðeins upp á færslurnar eins og við vildum hafa þær sóknarlega. Auðvitað hjálpaði að þeir klikkuðu úr vítinu sínu, en mér fannst við alveg verðskulda þennan sigur. Liðið var bara helvíti öflugt."

Stjarnan mætir Linfield aftur í seinni leik liðanna og því var það mjög sterkt hjá þeim að ná inn öðru markinu.

„Ég held að það sé mjög öflugt, við vitum ekki alveg hvaða aðstæður bíða okkur þar. Eitt mark er svo lítið á 90 mínútum og við þurfum auðvitað að vera tilbúnir í það sem bíður okkar. Við þurfum líka vera tilbúnir í að vera aggressívir og passa okkur að vera ekki að falla eitthvað of mikið. Þannig það var mjög mikilvægt (að skora tvö) og auðvitað hefði verið gaman ef við hefðum nýtt stöðurnar sem við komumst í, í seinni hálfleik aðeins betur. En ég er mjög ánægður með liðið."

Stjarnan var með öll völd á vellinum fram að u.þ.b. fertugustu mínútu. Þá kom kafli þar sem Stjörnumenn voru í miklum vandræðum varnarlega.

„Við fórum að falla svolítið niður. Aftasta línan okkar fór að falla mikið niður og þá í raun og veru bjóðum við þeim bara upp á að komast nær teignum og sækja á okkur þar. Sem er ekki það sem við viljum, því að leikurinn þeirra er bara fyrirgjafir. Þar getur vel verið að það hafi verið stress. Menn hafi bara viljað sigla þessu inn í hálfleikinn, en það hjálpar ekki að 'droppa'. Þannig að við þurfum að passa upp á það."

 Stjarnan hefur verið upp og niður í sínu gengi í deildinni, en svona sigur í Evrópu keppni getur hjálpað þeim í komandi leikjum.

„(Sigurinn getur hjálpað) mjög mikið. Það hvað við vorum 'solid' í dag og öflugir á boltan, hjálpar bara mjög mikið. Við þurfum auðvitað að byrja á að rífa okkur niður síðan aftur. Við kannski byrjum á morgun, af því að við eigum annan leik eftir og það verður ekki auðvelt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner