Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 11. ágúst 2024 17:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig og við gerðum það
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsótti Víkinga á heimavöll Hamingjunnar í Víkinni í dag þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Vestri lentu snemma undir í leiknum en gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu inn jöfnunarmarki undir restina og sóttu stig sem lyfti þeim upp úr fallsæti um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Ofboðslega sáttur með frammistöðuna. Komum hérna og skildum allt eftir á vellinum kannski svona fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við ekki góðir fyrstu fimmtán og ekki mæta til leiks og gefum ódýrt mark sem er svekkjandi því við ætluðum að byrja leikinn sterkt en við gerðum það ekki og svo fannst mér svona 65 mínútur plús þá vorum við allavega ekki slakari aðilinn."

Vestri lenti undir strax í upphafi leiks og sagði Davíð Smári það vera svolítið ólíkt sínu liði uppá síðkastið.

„Ólíkt því sem við höfum verið að sýna upp á síðkastið varnarlega. Varnarleikurinn í dag heilt yfir gríðarlega sterkur. Varnarlínan okkar er mjög sterk og mér fannst hún algjörlega sofna á verðinum þarna í byrjun leiks og það er eitthvað sem við þurfum bara að vinna í. Við þurfum bara að mæta rétt gíraðir inn í leikina og bara halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig í dag og við gerðum það." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner