Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   sun 11. ágúst 2024 17:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig og við gerðum það
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsótti Víkinga á heimavöll Hamingjunnar í Víkinni í dag þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Vestri lentu snemma undir í leiknum en gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu inn jöfnunarmarki undir restina og sóttu stig sem lyfti þeim upp úr fallsæti um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Ofboðslega sáttur með frammistöðuna. Komum hérna og skildum allt eftir á vellinum kannski svona fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við ekki góðir fyrstu fimmtán og ekki mæta til leiks og gefum ódýrt mark sem er svekkjandi því við ætluðum að byrja leikinn sterkt en við gerðum það ekki og svo fannst mér svona 65 mínútur plús þá vorum við allavega ekki slakari aðilinn."

Vestri lenti undir strax í upphafi leiks og sagði Davíð Smári það vera svolítið ólíkt sínu liði uppá síðkastið.

„Ólíkt því sem við höfum verið að sýna upp á síðkastið varnarlega. Varnarleikurinn í dag heilt yfir gríðarlega sterkur. Varnarlínan okkar er mjög sterk og mér fannst hún algjörlega sofna á verðinum þarna í byrjun leiks og það er eitthvað sem við þurfum bara að vinna í. Við þurfum bara að mæta rétt gíraðir inn í leikina og bara halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig í dag og við gerðum það." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
2.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner