Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 11. september 2021 17:01
Anton Freyr Jónsson
Viktor Jóns: Ég er ógeðslega þreyttur
Viktor Jónsson skoraði og lagði upp tvö í dag.
Viktor Jónsson skoraði og lagði upp tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er ógeðslega þreyttur en ógeðslega sáttur, þetta voru þrjú mjög mikilvæg stig en við verðum að passa að fara ekki of hátt því það eru tveir mjög mikilvægir leikir eftir." voru fyrstu viðbrögð Viktors Jónssonar leikmanns ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  1 Leiknir R.

Sigurinn hjá ÍA gefur liðin mikið en liðið er núna tveimur stigum frá öruggu sæti og á liðið Fylki og Keflavík í síðustu tveimur umferðum deildarinnar.

„Já ekki spurning. Tveir leikir og tveir mikilvægir leikir. Fylkir næst eins og þú segir og það er bara úrslitaleikur ef við ætlum að halda okkur uppi."

Viktor Jónson var spurður hvað liðið hafi gert í landsleikjahlénu því það var ekki að sjá á spilamennsku liðsins í dag að liðið væri á botninum.

„Við samstilltum okkur og áttum góðan tíma saman, æfðum vel og ég myndi segja að það hafi hjálpað til og síðan vitum við alveg hvað er í húfi þannig það þarf ekki að modivera leikmenn."

Viktor Jónsson fékk vítaspyrnu í leiknum eftir að Dagur Austmann togaði hann niður inn í teig Leiknis.

„Hann kemur bara út merð báðar hendur á móti mér og þú getur ekkert rifið í menn svona eins og hann gerði og ýtt þeim bara í burtu. Ég féll í jörðina og dómarinn dæmir víti."
Athugasemdir
banner
banner