„Ég er ógeðslega þreyttur en ógeðslega sáttur, þetta voru þrjú mjög mikilvæg stig en við verðum að passa að fara ekki of hátt því það eru tveir mjög mikilvægir leikir eftir." voru fyrstu viðbrögð Viktors Jónssonar leikmanns ÍA.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 1 Leiknir R.
Sigurinn hjá ÍA gefur liðin mikið en liðið er núna tveimur stigum frá öruggu sæti og á liðið Fylki og Keflavík í síðustu tveimur umferðum deildarinnar.
„Já ekki spurning. Tveir leikir og tveir mikilvægir leikir. Fylkir næst eins og þú segir og það er bara úrslitaleikur ef við ætlum að halda okkur uppi."
Viktor Jónson var spurður hvað liðið hafi gert í landsleikjahlénu því það var ekki að sjá á spilamennsku liðsins í dag að liðið væri á botninum.
„Við samstilltum okkur og áttum góðan tíma saman, æfðum vel og ég myndi segja að það hafi hjálpað til og síðan vitum við alveg hvað er í húfi þannig það þarf ekki að modivera leikmenn."
Viktor Jónsson fékk vítaspyrnu í leiknum eftir að Dagur Austmann togaði hann niður inn í teig Leiknis.
„Hann kemur bara út merð báðar hendur á móti mér og þú getur ekkert rifið í menn svona eins og hann gerði og ýtt þeim bara í burtu. Ég féll í jörðina og dómarinn dæmir víti."
Athugasemdir