Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ræddi við Fótbolta.net eftir frábæran sigur á ÍBV á Greifavellinum í dag.
Lestu um leikinn: KA 3 - 0 ÍBV
„Þetta var góð frammistaða á móti góðu liði. Ég er gríðarlega ánægður að við hefðum unnið leikinn. Við náðum að loka vel á það sem þeir vilja, erum vel skipulagðir og svo þegar plássið var nýttum við það vel," sagði Hallgrímur Jónasson.
„ÍBV er flott lið, gerðu vel á undirbúningstímabilinu og eru mjög aggressívir og þéttir. Það sem þeir hafa líka er að þegar þú tapar boltanum eru þeir snöggir upp, þeir eru með fljóta og aggressíva leikmenn, við vorum undirbúnir fyrir það vel," sagði Hallgrímur.
Hallgrímur er sáttur með stigasöfnunina í fyrstu tveimur leikjunum.
„Auðvitað hefðum við viljað hafa þau sex, við komum til baka i lokin síðast eftir að hafa fengið á okkur vitaspyrnu þá sýndum við karakter og héldum áfram í dag. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina í liðinu, það eru allir hlaupandi þegar við missum boltann, það er það sem þarf til að ná árangri í þessari deild," sagði Hallgrímur.