Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 15. ágúst 2016 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Oliver: Kóngurinn í markinu sagði mér að skjóta
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Oliver lagði upp fyrra mark Breiðabliks og skoraði það síðara beint úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Við vildum koma sterkari til baka eftir ömurlegan leik síðast og við sýndum það í dag að við töpum ekki alltaf fyrir þeim svokölluðu slakari liðum. Þetta var mikilvægur sigur í dag og fínasta spilamennska," sagði Oliver eftir leikinn.

„Við erum búnir að byrja vel í mörgum leikjum í sumar og það hefur oft komið lægð, en við náðum að halda í dag þó við getum bætt okkur síðustu 20 mínúturnar."

Oliver skoraði magnað aukaspyrnumark og var að vonum ánægður með það.

„Það er aldrei leiðinlegt að hitta hann svona, ég sá að Arnar Darri var svolítið miðsvæðis. Það er eiginlega ekki hægt að fá þennan bolta til að droppa, þeir fljúga bara beint upp allan tímann. Flest aukaspyrnumörk í sumar eru í markmannshornið og ég ákvað bara að setja hann þar og hann fór svolítið vel upp í sammann þessi, sem var mjög gott," segir Oliver, en hann var viss um að hann myndi skora.

„Ég vissi það allan tímann. Ég sagði við Daniel (Bamberg) að ég væri að fara að setja hann og hann leyfði mér það. Það var eins og það var," sagði Oliver, en hann reyndi síðan aðra aukaspyrnu af enn lengra færi stuttu síðar.

„Ég sagði við Daniel að nú mætti ég gera meira og skjóta þarna af 40 metrunum. Ég hugsaði bara "why not" og kóngurinn í markinu hinu megin sagði mér að skjóta. Maður hlustar þegar reynslubolti talar."

Oliver hrósaði Viktori Erni Margeirssyni eftir leikinn, en hann kom sterkur inn í byrjunarliðið í dag í fjarveru Damirs Muminovic.

„Hann er auðvitað búinn að vera mjög pirraður í sumar að hafa ekkert fengið að spila neitt og skiljanlega, ég skil hann 100% því hann er rugl góður í fótbolta. Hann er líka góður vinur með góðan talanda og mjög góður "leader". Það er frábært að fá hann inn og við erum með þrjá klikkað góða miðverði," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner
banner