Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   þri 16. júlí 2019 20:56
Ester Ósk Árnadóttir
Rafn Markús: Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög öflugir í dag og þetta eru þrjú töpuðu stig. Menn eru bara virkilega svekktir inn í klefa eftir mikla baráttu," sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir 2-1 tapa á Þórsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Njarðvík fékk mark á sig strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Það riðlaði skipulagi en við héldum samt áfram. Við fengum þrjú góð færi til að skora og með smá heppni hefði það geta dottið. Þá hefði það verið allt önnur staða."

Njarðvík voru öflugir í dag og úr varð hörkuleikur.

„Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins og frammistöðu síðustu tveggja leikja, þá erum við í ágætis málum. Við erum að skapa helling af færum og erum að verjast vel. Við erum að lemja meira á liðunum og ef við höldum svona áfram þá getum við gert ýmislegt en við þurfum að fá stig."

Njarðvík vann síðasta leik sem var á móti Víking Ó. og átti svo góðan leik á móti Þór í dag. Á undan því höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð.

„Við höfum gert ákveðnar breytingar á liðinu, fengið leikmenn inn og svo eru breytar áherslur. Það er kominn meiri áræðni í liðið og kraftur fram á við og í vörnin. Miða við leikinn í dag þá sérðu lítinn mun á þessum liðum nema alltof mikill munur á stigum. Við erum sáttir við frammistöðuna en alls ekki sáttir að tapa leik."

Næsti leikur hjá Njarðvík er á móti Þrótti.

„Framundan er leikur á móti Þrótti og við unnum þá síðast og viljum gera það aftur. Okkur líst bara vel á framhaldið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner