„Ógeðslega súrt. Við erum náttúrulega að mæta liði sem að er að berjast um að fara upp og ég veit alveg að þær eru með gott lið en mér fannst við ekki eiga þetta skilið frekar enn í síðasta leik, að tapa þessu.” Þetta sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR er hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir 3-2 tap gegn HK í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 3 HK
„Við erum yfir 1-0 í hálfleik og líður bara vel. Þær jafna með einhverju langskoti sem að var svekkjandi og svona fannst mér heppnisstimpill yfir. Svo getum við eiginlega bara eiginlega mistök þegar að það kemur langur bolti í gegn, alltof auðvelt,og auðvitað eru fótboltaleikur leikur mistaka og við sleppum inn tveimur of auðveldum mörkum.”
„Hrikalega ánægður með stelpurnar, þær halda áfram, og minnkum þetta í 3-2 og erum bara að pressa inn markið og ég held ég sé ekkert að ljúga því þegar að ég segi að þær voru stressaðar og smeykar við okkur, það er jákvætt.”
Pálmi var spurður hvort eitthvað hefði komið honum á óvart í leik HK í kvöld: „Nei, bara alls ekki. Þær eru með sterka leikmenn og hraða fram á við og á miðjunni og eru mjög direct, við reiknuðum með því en náðum samt ekki að hindra það að þær skoruðu allavega eitt þannig mark á okkur.”
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.