Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 17. ágúst 2023 21:50
Halldór Gauti Tryggvason
Pálmi Rafn: Ógeðslega súrt
Lengjudeildin
Pálmi Rafn, þjálfari KR
Pálmi Rafn, þjálfari KR
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

 „Ógeðslega súrt. Við erum náttúrulega að mæta liði sem að er að berjast um að fara upp og ég veit alveg að þær eru með gott lið en mér fannst við ekki eiga þetta skilið frekar enn í síðasta leik, að tapa þessu.” Þetta sagði Pálmi Rafn, þjálfari KR er hann var spurður út í fyrstu viðbrögð eftir 3-2 tap gegn HK í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  3 HK

 „Við erum yfir 1-0 í hálfleik og líður bara vel. Þær jafna með einhverju langskoti sem að var svekkjandi og svona fannst mér heppnisstimpill yfir. Svo getum við eiginlega bara eiginlega mistök þegar að það kemur langur bolti í gegn, alltof auðvelt,og auðvitað eru fótboltaleikur leikur mistaka og við sleppum inn tveimur of auðveldum mörkum.”

 „Hrikalega ánægður með stelpurnar, þær halda áfram, og minnkum þetta í 3-2 og erum bara að pressa inn markið og ég held ég sé ekkert að ljúga því þegar að ég segi að þær voru stressaðar og smeykar við okkur, það er jákvætt.”

Pálmi var spurður hvort eitthvað hefði komið honum á óvart í leik HK í kvöld: „Nei, bara alls ekki. Þær eru með sterka leikmenn og hraða fram á við og á miðjunni og eru mjög direct, við reiknuðum með því en náðum samt ekki að hindra það að þær skoruðu allavega eitt þannig mark á okkur.”

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner