Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 17. desember 2021 15:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Binni lærði mikið á erfiðu tímabili: Fann að ég bætti mig helling
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég myndi segja að ég hafi lært mikið af þessu en þetta var auðvitað erfitt tímabil af því ég er ekki búinn að vera vanur því og var meiddist tvisvar á sama stað aftan í læri. Það var frekar erfitt og maður fékk að spila minna. Ég hefði getað gert betur þegar ég fékk að spila en annars var þetta eitthvað sem ég get lært af," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Kristiansund í Noregi.

„Ég var að spila aðeins í byrjun, vorum þrír framherjar þá og skiptum með okkur mínútunum. Það fer þannig að tveir af þeim fara og ég byrja tvo leiki í bikarnum, á að byrja næsta en meiðist síðan fyrir fyrsta leik í deild eftir frí. Það var keyptur inn nýr sóknarmaður og þá var ég kominn í varahlutverk þegar ég kom til baka. Það var erfitt að vera meiddur og vinna í að koma sér í gang. Ég náði aldrei að verða 100% einhvern veginn."

„Ég fann að ég bætti mig helling, fann það á æfingunum eftir að ég kom út, allt öðruvísi þarna og við spiluðum allt öðruvísi en hjá Breiðabliki, nýjar útfærslur og allt það."


Binni ætlar að vinna í því í vetur að reyna bæta mörkum í sinn leik. Hann spilaði ekki allt sumarið sem fremsti maður, spilaði einnig fyrir aftan fremsta mann.

„Ég er alls ekki á heimleið, er að undirbúa mig fyrir undirbúningstímabil með liðinu, tók ekkert slíkt fyrir síðasta tímabil, mætti þrem dögum fyrir fyrsta leik. Núna ætla ég að taka undirbúningstímabilið vel og vera klár í fyrsta leik í deild."

„Ég fíla það að vera atvinnumaður, þetta er skemmtilegt umhverfi og öðruvísi en hér á Íslandi. Ef þú ert að spila leiki þá er það miklu skemmtilegra heldur en þegar þú ert ekki að spila. Þá ertu ekki að gera mikið, ert bara í ræktinni og eitthvað. Annars er þetta mjög gaman."


Binni talar að lokum um U21 árs landsliðið, Pandagang og lokaspurningin var út í pólítík, eðlilega.
Athugasemdir
banner
banner