Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   sun 18. maí 2014 21:45
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Algerlega galið að spekulera í þessu
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjá nsson, þjálfari Breiðabliks, vissi ekki alveg hvort hann átti að vera sáttur eða svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar komust yfir í tvígang en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir úr Grafarvoginum og enduðu liðin á að taka eitt stig hvort með sér heim.

,,Það er voðalega erfitt strax eftir leik að átta sig á því hvort maður er sáttur eða ekki með stigið. Það var batamerki á liðinu, meiri kraftur og ákefð, en var ósáttur með hvernig mörkin komu. Sérstaklega fannst mér við vera sofandi í fyrra markinu, og í seinna markinu áttum við að vera grimmari á boltann í teignum,“ sagði Ólafur eftir leikinn.

„Fjölnisliðið var sprækt, þeir settu á okkur pressu og voru eins og þeir eru búnir að vera allt mótið, ákafir og flott lið. Ég geri ekkert lítið úr því, þeir sóttu þetta stig jafn hart og við.“

Blikar eru einungis með tvö stig eftir fjóra leiki og er það mun lakari árangur en flestir bjuggust við fyrir mót.

„Við höfum ekki unnið nógu marga leiki og ekki gert nægilega mikið til að vinna þá. Úrslitin sjá alltaf um sig sjálf, og frammistaðan er leið að úrslitunum. Það sem við höfum gert í leikjunum hefur ekki verið nægjanlegt til þess að vera komnir með fleiri stig, það er bara staðreynd. Við fáum of mikið af mörkum á okkur og skorum ekki nægjanlega mikið,“ sagði Ólafur.

Ólafur tekur við liði Nordsjælland í Danmörku innan skamms og verður hans síðasti leikur með Blika þann 1. júní. Knattspyrnuunnendur, þar á meðal sérfræðingar í Pepsi mörkunum, vilja meina að Ólafur hefði hugsanlega átt að hætta strax með liðið þegar ljóst var að hann væri á leið til Danmerkur.

Hann segir þó að leikmenn geti ekki notað það sem afsökun að það trufli þá að hann verði einungis með liðið fram í júní.

„Það er gersamlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort það hafi áhrif á spilamennskuna eða ekki. En ef þeir eru að spá í því og búa sér til einhverjar afsakanir, eða aðrir eru að búa til afsakanir fyrir þá, þá finnst mér það alveg fráleitt. Það á ekki að skipta neinu máli, það er áfram með smjörið og fullt af leikjum eftir, hvort sem ég verð þarna eða ekki. Það hafa þjálfarar verið reknir og nýjir tekið við, og það hefur skilað árangri og það hefur ekki skilað árangri,“ sagði Ólafur.

Ólafur segir að það sé galið að tala um mistök af hans hálfu eða stjórnarinnar að hafa hann áfram við stjórnvölinn.

„Ég ákvað ekki að vera áfram. En alls ekki, bara galið. Stjórn knattspyrnudeildarinnar og ég tókum ákvörðun um þetta. Við vitum ekkert hvað hefði gerst ef ég hefði stoppað fyrir mót og aðrir verið með liðið. Þetta eru bara spekulasjónir sem við fáum aldrei vísbendingu um, hvort hlutirnir hefðu verið öðruvísi, það er eiginlega bara algerlega galið að vera að spekulera í þessu,“ sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner