HK vann 5-0 sigur á KFG í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Mörk HK skoruðu þeir Atli Þór Jónasson (2), Ívar Orri og Hassan Jalloh (2). Eiður Atli Rúnarsson varnarmaður HK kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 5 - 0 KFG
„Þetta var fínt, gott að skora á fyrstu mínútum leiksins, það gerði gæfumuninn þetta hefði getað endað í brasi hefðum við ekki skorað á fyrstu mínútunum. Þeir voru mjög þéttir og það var þreytt að spila á milli línanna hjá þeim."
„Ég held að þeir hafi orðið síðan þreyttir. Við létum boltann ganga og vorum ekki að drífa okkur, (jú kannski stundum reyndar). En við vorum þolinmóðir og biðum eftir að þeir yrðu þreyttir."
HK hefur byrjað tímabilið vel
„Já þetta er fín byrjun, en það eru margir leikir eftir, þannig að byrjunin þýðir ekkert það er nóg eftir."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir