Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 22. ágúst 2024 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann Fjölni 2-1 á Extra-vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 ÍR

„Sammála því, stór sigur, góður sigur. Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, vorum í smá vandræðum sem að skrifast bara á Jóa (Jóhann Birnir Guðmundsson) og mig við lögðum þetta aðeins vitlaust upp. Við breyttum aðeins og tókum algjörlega yfirhöndina eftir það fannst mér. Í seinni hálfleik fannst mér við vera miklu betri, svo fá þeir rauða spjaldið og við bara kláruðum leikinn."

Jöfnunarmarkið sem Fjölnir skorar kemur eftir hrikaleg mistök hjá markverði ÍR.

„Þetta er náttúrulega svona 'Youtube' mark. Ef markmaður gerir mistök, þá lítur það verr út en þegar sóknarmenn klúðra færi. En Villi (Vilhelm Þráinn Sigurjónsson) er búinn að vera stórkostlegur fyrir okkur í sumar, búinn að bjarga fullt af stigum fyrir okkur. Þannig það sýnir líka bara góðan karakter hjá liðinu að koma til baka eftir svona mistök og klára leikinn. Þannig að þessi mistök skiptu engu máli, það er bara mikill styrkur."

Það komu upp mörg vafa atriði í leiknum þegar varðar dómgæslu en Árni vildi sem minnst ræða þau.

„Já ég hef alveg skoðun á þessum dómurum og maður segir eitthvað þegar maður er á hliðarlínunni, maður er óánægður með eitthvað, og kallar eitthvað inn á. Ég held að það sé bara kominn tími á að við þjálfarar, hvort sem það sé ég eða einhver annar, hætti að væla yfir þessum helvítis dómurum. Þeir eru bara eins og þeir eru, og þeir eru að gera sitt besta. Ég meina við erum með fullt af leikmönum inná sem gera fullt af mistökum, og við gerum mistök sem þjálfarar. Þannig er ekki bara komið nóg af þessu tuði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Árni nánar um komandi baráttu.


Athugasemdir
banner
banner