Eftir að hafa fengið skell og tapað 1-6 fyrir ÍA í Fótbolta.net mótinu um liðna helgi þá sýndi Grindavík annað andlit í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Grindvíkingar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni í sumar.
„Við reynum að nota þennan tíma til að finna veikleika og veikleikarnir öskruðu á okkur eftir Skagaleikinn, við vorum eins og gatasigti í þeim leik. Þá var ekkert annað í stöðunni en að þétta raðarnir og vinna með agaðan leik. Ég tel okkur hafa náð því í dag. Við erum að far á stóra sviðið og verðum þá að kunna að vera agaðir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.
Andri Rúnar Bjarnason kom Grindavík yfir í kvöld.
„Við erum með Andra Rúnar sem er ótrúlega öflugur og góður framherji. Hann þarf ekki mikið eins og hann hefur sýnt."
Hvernig er hópur Grindavíkur eins og hann er í dag tilbúinn að takast á við Pepsi-deildina?
„Ég er alveg með fínan hóp. Ég treysti honum alveg í þetta verkefni. Þetta snýst um að vera líka mikið úrval, hafa breidd. Við erum á góðri leið en þurfum að styrkja okkur eitthvað meira."
„Besti leikmaður okkar undanfarin tíu ár var að spila með Stjörnunni í dag. Við þurfum að skoða í hans stöðu og erum að því," segir Óli sem er þar að tala um bakvörðinn Jósef Kristinn Jósefsson sem gekk í raðir Garðabæjarliðsins í haust.
Athugasemdir