Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 24. janúar 2017 22:55
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán: Veikleikarnir öskruðu á okkur
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa fengið skell og tapað 1-6 fyrir ÍA í Fótbolta.net mótinu um liðna helgi þá sýndi Grindavík annað andlit í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Grindvíkingar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni í sumar.

„Við reynum að nota þennan tíma til að finna veikleika og veikleikarnir öskruðu á okkur eftir Skagaleikinn, við vorum eins og gatasigti í þeim leik. Þá var ekkert annað í stöðunni en að þétta raðarnir og vinna með agaðan leik. Ég tel okkur hafa náð því í dag. Við erum að far á stóra sviðið og verðum þá að kunna að vera agaðir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.

Andri Rúnar Bjarnason kom Grindavík yfir í kvöld.

„Við erum með Andra Rúnar sem er ótrúlega öflugur og góður framherji. Hann þarf ekki mikið eins og hann hefur sýnt."

Hvernig er hópur Grindavíkur eins og hann er í dag tilbúinn að takast á við Pepsi-deildina?

„Ég er alveg með fínan hóp. Ég treysti honum alveg í þetta verkefni. Þetta snýst um að vera líka mikið úrval, hafa breidd. Við erum á góðri leið en þurfum að styrkja okkur eitthvað meira."

„Besti leikmaður okkar undanfarin tíu ár var að spila með Stjörnunni í dag. Við þurfum að skoða í hans stöðu og erum að því," segir Óli sem er þar að tala um bakvörðinn Jósef Kristinn Jósefsson sem gekk í raðir Garðabæjarliðsins í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner