Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
banner
   mán 24. júlí 2023 21:53
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum
Sigurður Ragnar hefur ekki verið ánægður með dómgæsluna í sumar.
Sigurður Ragnar hefur ekki verið ánægður með dómgæsluna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var skemmtilegur fyrir áhorfendur. Liðin skiptust á að skora og mikið af góðum sóknarleik og mörkum en minna um varnarleik.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 4-3 tap Keflavíkur gegn KA á heimavelli í kvöld. Sigurður auðsjáanlega og skiljanlega svekktur með úrslitin þótt leikurinn hafi verið frábær skemmtun fyrir áhorfendur.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  4 KA

Fyrirfram var auðvelt að spá því að leikurinn kynni að vera bragðdaufur. Sóknarleikur beggja liða hefur verið heldur bitlaus það sem af er sumri og liðin þau tvö sem fyrir kvöldið höfðu skorað minnst í deildinni. Niðurstaðan varð þó einn skemmtilegasti og opnasti leikur sumarsins og nóg af mörkum til að gleðjast yfir fyrir áhorfendur.

„Já þetta var bara hörkuleikur og mikið undir fyrir okkur. Við vildum landa sigri og kannski opnuðum okkur meira en við höfum verið að gera. En við erum núnar búnir að fá á okkur sjö mörk í síðustu tveimur heimaleikjum og það er alltof mikið og erfitt að ætlast til þess að við fáum einhver úrslit í þeim leikjum þegar við fáum á okkur alltof mikið af mörkum.“

Leikurinn var ekki bara viðburðarríkur á vellinum sjálfum heldur einnig á hliðarlínunni. Siggi Raggi fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks þegar hann var ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu. Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins var ekki á sama máli og gaf á endanum Sigga Ragga rautt spjald og sendi hann af bekknum. Um atvikið sagði Siggi Raggi.

„Þá missti ég mig aðeins. Ég er búinn að þjálfa í einhver 15-16 ár og þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ. Ég held ég hafi einu sinni fengið gult spjald á þjálfaraferlinum og þetta eru nokkur hundruð leikir. En ég missti mig hérna og mér fannst í fyrsta lagi boltinn fara i hendi leikmanns KA og verður gaman að sjá það aftur í sjónvarpinu hvort að það hafi verið rétt eða rangt. Eins fannst mér brotið á Degi í aðdragandanum og ekkert dæmt. Þetta var svona uppsafnaður pirringur hjá mér þar sem í síðasta heimaleik gegn Víking fá þeir gefins víti þegar það er engin snerting frá leikmanni og hefur verið fjallað um af fjölmiðlum. Dómarinn þar biður mig afsökunar úti á bílaplani á að hann hafi dæmt víti þegar hann er búinn að sjá atvikið aftur.“

Siggi Raggi var ekki hættur að tjá sig um dómgæslu og lét gamminn geysa.

„Það var undirbúningsfundir hérna fyrir mót þar sem dómarar koma frá KSÍ og áttu að fræða liðin og við vorum mættir á liðsfundinn og allt klárt fyrir dómarann. Þá gleymdi hann fundinum þannig að við fengum engan dómarafund fyrir mótið og þetta er bara pirringur. Mér finnst dómgæslan heilt yfir ekki hafa verið nógu góð og finnst stundum halla á okkur. “

Sagði Siggi Raggi en allt rúmlega átta mínútna viðtal Hafliða Breiðfjörð við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner