Dean Martin, þjálfari Selfoss, var niðurlútur þegar hann mætti í viðtal eftir 3-2 tap gegn Þrótti í Inkasso-deildinni. Selfoss var með 2-0 forystu og sigurinn í höndunum en það fór einhvern veginn allt úrskeiðis í seinni hálfleik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 2 Selfoss
„Við vorum ekki nógu góðir eða nógu klókir til að klára leikinn," sagði pirraður Dean í leikslok.
„Það er ekki flóknara en það."
Selfoss er í fallsæti eftir þessa umferð en spennan er mikil í fallbaráttunni þegar fjórir leikir eru eftir.
„Það er bara ein leið og sú leið er upp," sagði Dean áður en hann þakkaði fyrir sig.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir