„Hún var bara kaflaskipt, við vorum fínir í fyrri hálfleik og gerðum margt mjög fínt og síðan komum við bara í seinni hálfleik og reyndum hvað við gátum og fengum bara grimma FHinga á okkur í seinni" . Sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir sorglegt 3-2 gegn FH hér í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 FH
„Í seinni hálfleik komu FHingar og þeir komu bara svakalega grimmir inn í seinni hálfleikinn og við komumst ekkert áleiðis fengum einhverjar 3-4 sóknir, hættulegar sóknir en FHingarnir voru bara ótrúlega agressive og þeir kaffærðu okkur bara það er bara svoleiðis".
„við vorum að brjóta af okkur á hættulegum stöðum og Kjartan Kári að bomba þessu inn í á hættulegum stöðum með þennan frábæra fót og vorum sjálfir okkar verstir þar en FHingarnir gerðu bara feikilega vel og kláruðu þennan leik."
Rúnar var spurður út í hvernig þeir lögðu upp leikinn?
„Neinei við vitum bara að Doddi bara að þetta er styrkleikinn hans Dodda og þeir gerðu það frábærlega hann og Emil sko já það var bara flott hjá þeim".
Hægt að sjá viðtalið við Rúnar hér fyrir ofan í spilaranum.