Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 27. september 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Tilfinningaþrungin stund í Tékklandi - „Fúlt að kveðja svona"
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Brynjólfur í baráttunni í leiknum gegn Tékklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, þetta verður ekki meira svekkjandi en þetta. Mikið af tilfinningum í þessu og margir að spila sinn síðasta leik. Þetta er helvíti fúlt," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, eftir að hafa misst af sæti í lokakeppni EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli við Tékka og er því úr leik en fyrri leiknum lauk með 2-1 tapi á Víkingsvellinum.

Hetjuleg barátta hjá drengjunum en þetta var síðasti leikur margra fyrir U21 árs landsliðsins og er Brynjólfur þar með talinn. Hann er þakklátur fyrir allar minningarnar með strákunum.

„Eiginlega ekki. Búinn að vera stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs og fullt af ungum strákum og frábærum leikmönnum. Þetta er heiður en leiðinlegt að þetta skildi enda svona."

„Þetta er búið að vera geðveikt. Maður var partur af síðasta liði sem fór á EM. Þetta er fullt af strákum sem maður hefur alist upp með úr Breiðabliki og svo helling af strákum sem hefur fengið að kynnast en leiðinlegt að þetta hafi endað svona. Við hittumst einhvern tímann aftur og allir góðir félagar en fúlt að kveðja svona."

Brynjólfur var ánægður með framlagið í leiknum en það vantaði svakalega lítið upp á til að koma boltanum í netið.

„Mér fannst við frábærir í þessum leik. Mér fannst við spila mun betur en við gerðum heima á gervigrasinu. Það var helling af pressu í þessum leik en það gefur manni meiri orku og maður er kúl á boltanum. Þora að taka á móti honum og taka stuttar sendingar. Frábær leikur á útivelli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner