Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 28. ágúst 2021 17:31
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi: Erum að ganga í gegnum furðulegasta tíma knattspyrnusögunar
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að ganga hérna í gegnum furðulegasta tíma knattspyrnusögunar síðustu vikur. Þar sem það sem fer á markið í uppbótartíma er bara inni einhverra hluta vegna. Magnað.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur við fréttaritara Fótbolta.net rétt eftir leik eftir að hafa horft upp á það enn eina ferðina að lið hans í jafnri stöðu fékk á sig mark í uppbótartíma og tapaði leik er Grindavík tapaði 1-2 gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Kórdrengir

„Mér fannst við ekki byrja vel í þessum leik nema á fyrstu mínútu fengum við dauðafæri. Þeir voru yfir í baráttunni enda eru þeir að berjast á toppnum og það var eins og við værum eins og staða liðsins gefur til kynna bara um miðja deild og menn voru ekki alveg á tánum.“ Sagði Sigurbjörn um frammistöðu sinna manna í dag sem framan af leik voru undir í baráttunni úti á vellinum.

Sigurbjörn var líflegur á hliðarlínunni í dag og lét vel í sér heyra. Hann uppskar gult spjald frá dómara leiksins í fyrri hálfleik fyrir einhver hróp. Um það sagði hann.

„Líflegur? Ég bara benti dómurunum á hvort það væri þannig að þú gætir bara sparkað boltanum í burtu þegar við eigum aukaspyrnur. Ég bara missti af þeirri reglubreytingu að það mætti. Ég myndi þá bara tala við mína leikmenn að pikka bara boltanum í burtu þegar við fáum dæmda á okkur aukaspyrnu að tefja alltaf dótið. Það er ekkert mál ef það eru reglurnar.“

Sigurbjörn ræddi þá staðreynd að Grindavík hefur fengið á sig sigurmark í uppbótartíma frekar þegar fréttaritari spurði hann hvort hann væri búinn að finna handritshöfund fyrir þessa harmsögu þegar hún verður kvikmynduð?

„Nei nei nei nie nei. Sem betur fer er maður kominn með einhverja reynslu í þessu því annars væri maður búinn að reyta allt sitt hár ef maður væri nú með eitthvað. “

Sagði Sigurbjörn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner