Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
banner
   lau 28. ágúst 2021 17:31
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi: Erum að ganga í gegnum furðulegasta tíma knattspyrnusögunar
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að ganga hérna í gegnum furðulegasta tíma knattspyrnusögunar síðustu vikur. Þar sem það sem fer á markið í uppbótartíma er bara inni einhverra hluta vegna. Magnað.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur við fréttaritara Fótbolta.net rétt eftir leik eftir að hafa horft upp á það enn eina ferðina að lið hans í jafnri stöðu fékk á sig mark í uppbótartíma og tapaði leik er Grindavík tapaði 1-2 gegn Kórdrengjum fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Kórdrengir

„Mér fannst við ekki byrja vel í þessum leik nema á fyrstu mínútu fengum við dauðafæri. Þeir voru yfir í baráttunni enda eru þeir að berjast á toppnum og það var eins og við værum eins og staða liðsins gefur til kynna bara um miðja deild og menn voru ekki alveg á tánum.“ Sagði Sigurbjörn um frammistöðu sinna manna í dag sem framan af leik voru undir í baráttunni úti á vellinum.

Sigurbjörn var líflegur á hliðarlínunni í dag og lét vel í sér heyra. Hann uppskar gult spjald frá dómara leiksins í fyrri hálfleik fyrir einhver hróp. Um það sagði hann.

„Líflegur? Ég bara benti dómurunum á hvort það væri þannig að þú gætir bara sparkað boltanum í burtu þegar við eigum aukaspyrnur. Ég bara missti af þeirri reglubreytingu að það mætti. Ég myndi þá bara tala við mína leikmenn að pikka bara boltanum í burtu þegar við fáum dæmda á okkur aukaspyrnu að tefja alltaf dótið. Það er ekkert mál ef það eru reglurnar.“

Sigurbjörn ræddi þá staðreynd að Grindavík hefur fengið á sig sigurmark í uppbótartíma frekar þegar fréttaritari spurði hann hvort hann væri búinn að finna handritshöfund fyrir þessa harmsögu þegar hún verður kvikmynduð?

„Nei nei nei nie nei. Sem betur fer er maður kominn með einhverja reynslu í þessu því annars væri maður búinn að reyta allt sitt hár ef maður væri nú með eitthvað. “

Sagði Sigurbjörn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner