„Þetta var bara mjög sterkt. Svolítið öðruvísi leikur en hefur verið undanfarið. Þeir ákváðu að liggja svolítið aftarlega og leyfa okkur að hafa boltann, í byrjun þá gerðu þeir það vel. Síðan fórum við að finna svolítið af lausnum og unnum í lokin bara sanngjarnan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 3-0 sigur á ÍA í Pepsi Max-deild karla.
Lestu um leikinn: KA 3 - 0 ÍA
KA liðið réð ferðinni í fyrri hálfleik og Skagamenn féllu aftarlega til að freista þess að sækja hratt.
„Við höfðum mikinn tíma og þurftum að finna þau pláss sem voru, sem voru náttúrulega ekki mikil. Þeir voru það aftarlega á vellinum og þetta er alltaf spurning hvort að maður nái að finna gæðin til að finna holurnar eða hvort að þeir nái að verjast og sem betur fer tókst það, þannig að þetta var svolítið öðruvísi leikmynd heldur en á móti Breiðablik,''
KA á enn möguleika á Evrópusæti. Hvernig líst Hallgrími á þá baráttu?
„Mér líst bara vel á þetta. Við þurfum bara að hugsa um að klára okkar leiki og gott að vinna loksins leik. Það gefur okkur sjálfstraust. Nokkrir strákar sem að stóðu sig virkilega vel, það gefur okkur sjálfstraust í næsta leik,'' sagði Hallgrímur.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir