Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   sun 29. ágúst 2021 19:11
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasar: Gott að vinna loksins leik
Hallgrímur sagði sigur KA sanngjarnan.
Hallgrímur sagði sigur KA sanngjarnan.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var bara mjög sterkt. Svolítið öðruvísi leikur en hefur verið undanfarið. Þeir ákváðu að liggja svolítið aftarlega og leyfa okkur að hafa boltann, í byrjun þá gerðu þeir það vel. Síðan fórum við að finna svolítið af lausnum og unnum í lokin bara sanngjarnan sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, eftir 3-0 sigur á ÍA í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 ÍA

KA liðið réð ferðinni í fyrri hálfleik og Skagamenn féllu aftarlega til að freista þess að sækja hratt.

„Við höfðum mikinn tíma og þurftum að finna þau pláss sem voru, sem voru náttúrulega ekki mikil. Þeir voru það aftarlega á vellinum og þetta er alltaf spurning hvort að maður nái að finna gæðin til að finna holurnar eða hvort að þeir nái að verjast og sem betur fer tókst það, þannig að þetta var svolítið öðruvísi leikmynd heldur en á móti Breiðablik,''

KA á enn möguleika á Evrópusæti. Hvernig líst Hallgrími á þá baráttu?

„Mér líst bara vel á þetta. Við þurfum bara að hugsa um að klára okkar leiki og gott að vinna loksins leik. Það gefur okkur sjálfstraust. Nokkrir strákar sem að stóðu sig virkilega vel, það gefur okkur sjálfstraust í næsta leik,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner