„Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleiknum en öflugir í þeim síðari.," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir jafnteflið í Kópavoginum í dag.
Grindvíkingar sigla lygnan sjó um miðja deild.
„Við vorum litlir í okkur í fyrri hálfleik og smeykir, við þurftum að stuða mannskapinn og gerðum tvöfalda breytingu í hálfleik og færðum liðið framar."
Grindvíkingar sigla lygnan sjó um miðja deild.
„Við vorum litlir í okkur í fyrri hálfleik og smeykir, við þurftum að stuða mannskapinn og gerðum tvöfalda breytingu í hálfleik og færðum liðið framar."
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Grindavík
Óli Stefán var nálægt því að hætta hjá Grindavík eftir síðasta tímabil og spurði Fótbolti.net hann að því hvert framhaldið yrði eftir þetta tímabil.
„Ég ætla að segja sem minnst um það. Ég ætla bara að einbeita mér að því að klára tímabilið. Þetta er mjög krefjandi starf og mikil vinna sem ég er alveg til. Allur minn fókus fer í að klára þetta tímabil."
Er hann ekki búinn að taka ákvörðun eða vill hann ekki tjá sig um hana núna?
„Ég er búinn að taka ákvörðun en vil ekkert tala um hana."
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir