Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   lau 01. júlí 2017 15:52
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Edda Garðars: Horfi á framfarirnar í mínu liði
Edda var ánægð með að liðið gafst ekki upp og héldu áfram að reyna að spila góðan fótbolta þó að staðan væri orðin erfið í leiknum í dag.
Edda var ánægð með að liðið gafst ekki upp og héldu áfram að reyna að spila góðan fótbolta þó að staðan væri orðin erfið í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Við missum svolítið dampinn þarna í korter, tuttugu og fengum það í bakið. Stjarnan er með sterkt lið og frábærar fram á við. Ef maður sofnar pínulítið á verðinum þá er manni bara refsað,” sagði Edda Garðarsdóttir eftir 1-5 tap gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: KR 1 -  5 Stjarnan

“Það er erfitt að rífa sig uppúr þessu þegar það er komið í 3-1 en við erum í raun hættulegar fram á við undir lokin og gefumst aldrei upp. Það er það sem við verðum að taka með okkur. Fyrir tveimur árum eða jafnvel í byrjun tímabils þá vorum við ekkert að spila góðan fótbolta á móti svona sterkum liðum en við erum að gera það í dag og maður verður að taka þetta bara skref fyrir skref. Ég horfi á framfarirnar í mínu liði. Tvö eitt eða fimm eitt skiptir ekki máli, við tókum bara sénsinn að reyna að skora og spila áfram góðan fótbolta,” bætti Edda við.

Samkvæmt Eddu mun KR mögulega missa einn leikmann í háskólaboltann í Bandaríkjunum áður en deildin hefast að nýju í ágúst en að sama skapi mun liðið endurheimta Katrínu Ómarsdóttur úr meiðslum. En mun Edda leita eftir utanaðkomandi liðsstyrk í félagsskiptaglugganum?

“Við verðum að skoða okkar leiki og skoða í eigin barm aðeins betur núna. Þegar þessi pása kemur þá höfum við meiri tíma til að gera það. Kannski, kannski ekki, ég veit það ekki. Ég ræð því kannski ekki alveg sjálf.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner