Njarðvíkingar heimsóttu Leiknismenn á Domusnova völlinn í Breiðholti í kvöld þegar loka leikur 9.umferðar Lengjudeildarinnar fór fram.
Njarðvíkingar hafa verið að síga niður töfluna að undanförnu en gátu með sigri spyrnt sér aðeins frá fallsvæðinu en með tapi var víst að þeir myndu hafa sætaskipti við Leikni og sitja eftir í fallsæti eftir umferðina.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 - 0 Njarðvík
„Þetta er mjög fúlt og bara hroðalegt að þetta hafi verið niðurstaðan en þetta var ekki alveg í okkar höndum." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik og hélt svo áfram.
„Alveg hreint ótrúlega dapur leiklestur hjá dómara leiksins og ég bara skil ekki hvernig hann kemst að þessari ákvörðun því allir sem voru á vellinum sáu það að það var okkar maður sem var á undan í boltann og þar með hefur hann réttinn, þar með er hann búin að vinna sér réttinn með því að vera á undan í boltann þannig ég skil ekki hvernig þessi útkoma varð hjá dómaranum og það hlítur bara að vera en ég á eftir að sjá þetta aftur en þannig sá ég þetta og allir sem voru í kringum mig og það er bara óþolandi að vera búin að leggja þetta mikla vinnu í þetta og svo séu svona ákvarðanir teknar sem hafa afgerandi áhrif á þróun leiksins."
„Þetta er bara galið, algjörlega galið og óásættanlegt og svo er ekki einusinni hægt að ræða við þessa menn. Maður fær bara gult spjald ef maður ræðir við þá, ég veit ekki hvað þeir halda að þeir séu að geta ekki átt samskipti við fólk í kringum sig."
Nánar er rætt við Arnar Hallsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |