Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 02. júlí 2023 20:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Halls: Hroðalegt að þetta hafi verið niðurstaðan
Lengjudeildin
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Raggi Óla

Njarðvíkingar heimsóttu Leiknismenn á Domusnova völlinn í Breiðholti í kvöld þegar loka leikur 9.umferðar Lengjudeildarinnar fór fram.

Njarðvíkingar hafa verið að síga niður töfluna að undanförnu en gátu með sigri spyrnt sér aðeins frá fallsvæðinu en með tapi var víst að þeir myndu hafa sætaskipti við Leikni og sitja eftir í fallsæti eftir umferðina.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Njarðvík

„Þetta er mjög fúlt og bara hroðalegt að þetta hafi verið niðurstaðan en þetta var ekki alveg í okkar höndum." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik og hélt svo áfram.

„Alveg hreint ótrúlega dapur leiklestur hjá dómara leiksins og ég bara skil ekki hvernig hann kemst að þessari ákvörðun því allir sem voru á vellinum sáu það að það var okkar maður sem var á undan í boltann og þar með hefur hann réttinn, þar með er hann búin að vinna sér réttinn með því að vera á undan í boltann þannig ég skil ekki hvernig þessi útkoma varð hjá dómaranum og það hlítur bara að vera en ég á eftir að sjá þetta aftur en þannig sá ég þetta og allir sem voru í kringum mig og það er bara óþolandi að vera búin að leggja þetta mikla vinnu í þetta og svo séu svona ákvarðanir teknar sem hafa afgerandi áhrif á þróun leiksins."

„Þetta er bara galið, algjörlega galið og óásættanlegt og svo er ekki einusinni hægt að ræða við þessa menn. Maður fær bara gult spjald ef maður ræðir við þá, ég veit ekki hvað þeir halda að þeir séu að geta ekki átt samskipti við fólk í kringum sig." 

Nánar er rætt við Arnar Hallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner