Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   sun 02. júlí 2023 20:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Halls: Hroðalegt að þetta hafi verið niðurstaðan
Lengjudeildin
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Raggi Óla

Njarðvíkingar heimsóttu Leiknismenn á Domusnova völlinn í Breiðholti í kvöld þegar loka leikur 9.umferðar Lengjudeildarinnar fór fram.

Njarðvíkingar hafa verið að síga niður töfluna að undanförnu en gátu með sigri spyrnt sér aðeins frá fallsvæðinu en með tapi var víst að þeir myndu hafa sætaskipti við Leikni og sitja eftir í fallsæti eftir umferðina.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Njarðvík

„Þetta er mjög fúlt og bara hroðalegt að þetta hafi verið niðurstaðan en þetta var ekki alveg í okkar höndum." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik og hélt svo áfram.

„Alveg hreint ótrúlega dapur leiklestur hjá dómara leiksins og ég bara skil ekki hvernig hann kemst að þessari ákvörðun því allir sem voru á vellinum sáu það að það var okkar maður sem var á undan í boltann og þar með hefur hann réttinn, þar með er hann búin að vinna sér réttinn með því að vera á undan í boltann þannig ég skil ekki hvernig þessi útkoma varð hjá dómaranum og það hlítur bara að vera en ég á eftir að sjá þetta aftur en þannig sá ég þetta og allir sem voru í kringum mig og það er bara óþolandi að vera búin að leggja þetta mikla vinnu í þetta og svo séu svona ákvarðanir teknar sem hafa afgerandi áhrif á þróun leiksins."

„Þetta er bara galið, algjörlega galið og óásættanlegt og svo er ekki einusinni hægt að ræða við þessa menn. Maður fær bara gult spjald ef maður ræðir við þá, ég veit ekki hvað þeir halda að þeir séu að geta ekki átt samskipti við fólk í kringum sig." 

Nánar er rætt við Arnar Hallsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner