Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Arnar Gunnlaugs: Með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi
Úr botnliðinu í toppliðið - „Þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt"
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
   fim 11. júlí 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Lengjudeildin
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Steinn Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum besti maður leiksins er Keflavík bar 2-1 sigurorð af Gróttu á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Ari sem skoraði fallegt mark í leiknum skapaði auk þess fjölmörg tækifæri fyrir liðsfélaga sína og átti fínasta leik á vængnum í liði Keflavíkur. Ari var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Fyrst og fremst mjög gott að ná þremur stigum, Við erum búnir að vera í brasi að ná sigrum í sumar þannig að það er virkilega ljúft að ná sigri hér heima.“ Sagði Ari um tilfinninguna að leik loknum.

Ari skoraði sem fyrr segir gott mark í leiknum í kvöld með skot fyrir utan teig eftir laglegt samspil við Sami Kamel. Vissi hann það strax að boltinn var á leið í netið?

„Já Sami lagði hann vel fyrir þannig að ég tók bara af skarið og negldi honum bara.“

Bæði mörk Keflavíkur í kvöld komu úr skotum fyrir utan teig en þess utan fékk liðið fjölmörg dauðafæri í teignum til að bæta við mörkum sem þó nýttust ekki. Hvað þarf liðið að gera til að nýta þau?

„Ég veit það ekki, við erum allavega að koma okkur í færi. Við erum því að gera eitthvað gott og þurfum að halda áfram að koma okkur í þessi færi.“

Keflavíkurliðinu var spáð þriðja sæti deildarinnar fyrir mót og reiknuðu flestir með að þeir ættu nokkuð greiða leið í umspil. Staða liðsins nú er þó sú að liðið má illa við tapa stigum ætli það sér að vera með í baráttunni. Er það staðreynd sem liðið er vel meðvitað um?

„Það er engin sérstök krafa hjá stjórninni að fara upp en ef við gerum það þá er það bara stór plús fyrir okkur. Við erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið og reyna að spila góðan fótbolta.“

Sagði Ari en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner