Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   fim 11. júlí 2024 22:51
Sverrir Örn Einarsson
Ari Steinn: Erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið
Lengjudeildin
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson fagnar marki með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Steinn Guðmundsson var að öðrum ólöstuðum besti maður leiksins er Keflavík bar 2-1 sigurorð af Gróttu á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Ari sem skoraði fallegt mark í leiknum skapaði auk þess fjölmörg tækifæri fyrir liðsfélaga sína og átti fínasta leik á vængnum í liði Keflavíkur. Ari var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Fyrst og fremst mjög gott að ná þremur stigum, Við erum búnir að vera í brasi að ná sigrum í sumar þannig að það er virkilega ljúft að ná sigri hér heima.“ Sagði Ari um tilfinninguna að leik loknum.

Ari skoraði sem fyrr segir gott mark í leiknum í kvöld með skot fyrir utan teig eftir laglegt samspil við Sami Kamel. Vissi hann það strax að boltinn var á leið í netið?

„Já Sami lagði hann vel fyrir þannig að ég tók bara af skarið og negldi honum bara.“

Bæði mörk Keflavíkur í kvöld komu úr skotum fyrir utan teig en þess utan fékk liðið fjölmörg dauðafæri í teignum til að bæta við mörkum sem þó nýttust ekki. Hvað þarf liðið að gera til að nýta þau?

„Ég veit það ekki, við erum allavega að koma okkur í færi. Við erum því að gera eitthvað gott og þurfum að halda áfram að koma okkur í þessi færi.“

Keflavíkurliðinu var spáð þriðja sæti deildarinnar fyrir mót og reiknuðu flestir með að þeir ættu nokkuð greiða leið í umspil. Staða liðsins nú er þó sú að liðið má illa við tapa stigum ætli það sér að vera með í baráttunni. Er það staðreynd sem liðið er vel meðvitað um?

„Það er engin sérstök krafa hjá stjórninni að fara upp en ef við gerum það þá er það bara stór plús fyrir okkur. Við erum fyrst og fremst að skapa nýtt lið og reyna að spila góðan fótbolta.“

Sagði Ari en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner