Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 11. júlí 2024 22:40
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins um lætin í lokin: Hann hefur engan rétt á því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frábær leikur að mínu mati þar sem við byrjum betur og hefður getað skorað. KR-ingar tóku svo yfir undir lok fyrri hálfleiks, við gáfum aðeins eftir. En ég er ánægður með markið og lokaniðurstöðuna.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 sigur hans manna á KR í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli.

Tryggvi tekur náttúrlega manninn niður og átti að fá þar með gult og rautt spjald. Svo fer einhver að rífa Tryggva upp þegar hann liggur, það hefur erið Alex Þór, hann hefur engan rétt á því. Ef ég sá þetta rétt þá er einhver sem þvingar fram þessi viðbrögð Tryggva. Sá aðili á auðvitað að fá gult spjald.

Rúnar segist hafa verið mjög rólegur í lokin þegar KR-liðið sótti grimmt að marki Fram.

Ég var mjög rólegur. Ég var ánægður með hvað Óli (Ólafur Íshólm) þorði að stíga upp og taka fyrirgjafirnar. Þú þarft á því að halda þegar andstæðingurinn fer að pumpa boltanum fram og reyna að mynda eitthvað klafs inni á vítateignum. Hann bjargaði okkur þar margoft.“

Þetta var fyrsti leikur Fram í júlí en Rúnar segir að kannski hafi liðið æft of mikið á milli leikja

Það er alltaf erfitt að halda taktinum þegar það líður langt á milli leikja. Eina sem er hægt að gera er að æfa eins og menn. Kannski erum við að æfa of hart seinustu tíu daga þar sem það vantaði örlitla orku í seinni hálfleiknum.

Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Rúnar vonast til að sjá hann áfram í kringum liðið og félagið.

Ég vonast til þess að hann verði í kringum liðið og félagið. Hann er náttúrulega bara goðsögn hérna í Fram og hefur verið fyrirliði hér í mörg ár. Hann hefur náttúrulega bara verið óheppinn með meiðsli eftir að ég tek við. Hann var búinn að vera töluvert lengi frá. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur hér og einn af okkar þremur fyrirliðum í sumar. Hann hefur styrkt okkar starf þjálfarana og ýtt hina strákana líka áfram.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner