„Frábær leikur að mínu mati þar sem við byrjum betur og hefður getað skorað. KR-ingar tóku svo yfir undir lok fyrri hálfleiks, við gáfum aðeins eftir. En ég er ánægður með markið og lokaniðurstöðuna.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 sigur hans manna á KR í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 KR
Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli.
„Tryggvi tekur náttúrlega manninn niður og átti að fá þar með gult og rautt spjald. Svo fer einhver að rífa Tryggva upp þegar hann liggur, það hefur erið Alex Þór, hann hefur engan rétt á því. Ef ég sá þetta rétt þá er einhver sem þvingar fram þessi viðbrögð Tryggva. Sá aðili á auðvitað að fá gult spjald.“
Rúnar segist hafa verið mjög rólegur í lokin þegar KR-liðið sótti grimmt að marki Fram.
„Ég var mjög rólegur. Ég var ánægður með hvað Óli (Ólafur Íshólm) þorði að stíga upp og taka fyrirgjafirnar. Þú þarft á því að halda þegar andstæðingurinn fer að pumpa boltanum fram og reyna að mynda eitthvað klafs inni á vítateignum. Hann bjargaði okkur þar margoft.“
Þetta var fyrsti leikur Fram í júlí en Rúnar segir að kannski hafi liðið æft of mikið á milli leikja
„Það er alltaf erfitt að halda taktinum þegar það líður langt á milli leikja. Eina sem er hægt að gera er að æfa eins og menn. Kannski erum við að æfa of hart seinustu tíu daga þar sem það vantaði örlitla orku í seinni hálfleiknum.“
Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Rúnar vonast til að sjá hann áfram í kringum liðið og félagið.
„Ég vonast til þess að hann verði í kringum liðið og félagið. Hann er náttúrulega bara goðsögn hérna í Fram og hefur verið fyrirliði hér í mörg ár. Hann hefur náttúrulega bara verið óheppinn með meiðsli eftir að ég tek við. Hann var búinn að vera töluvert lengi frá. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur hér og einn af okkar þremur fyrirliðum í sumar. Hann hefur styrkt okkar starf þjálfarana og ýtt hina strákana líka áfram.“
Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.