Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
„Eini fyrirliðinn sem hefur tekið okkur á tvö stórmót"
   fim 11. júlí 2024 22:52
Elvar Geir Magnússon
Úlfur: Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson.
Úlfur Arnar Jökulsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er með sjö stiga forystu í Lengjudeildinni eftir 1-0 útisigur gegn Leikni í baráttuleik í Breiðholtinu. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis ræddi við Fótbolta.net að leik loknum.

„Góður varnarleikur, mikil liðsheild og mikil vinna sem strákarnir lögðu á sig," svaraði Úlfur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigur hans liðs.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Fjölnir

„Leiknismenn eru rosa góðir að halda boltanum. Við hefðum oft getað gert betur í að pressa þá og klukka þá. Þeir opnuðu okkur ekki alveg upp á gátt."

Miðverðirnir Baldvin Þór Berndsen og Júlíus Mar Júlíusson léku enn og aftur frábærlega, með Halldór Snæ Georgsson þrusuflottan í rammanum. Það gengur erfiðlega fyrir lið í deildinni að brjóta þá á bak aftur.

„Þeir voru flottir í hjarta varnarinnar, það má samt ekki gleyma öllum hinum. Menn eru að hlaupa eins og brjálæðingar og Gummi Kalli stýrir liðinu eins og hershöfðingi inni á vellinum. Það er mikið umtal um þessa ungu stráka en það má ekki gleyma þessum gömlu," segir Úlfur og nefnir fleiri leikmenn sem eiga hrós skilið.

Í lok fyrri hálfleiks vildu Fjölnismenn fá rautt spjald á Marko Zivkovic, leikmann Leiknis.

„Leikmaður Leiknis sló Dag Austmann í hnakkann. Hann var blár og marinn í hálfleik og þetta var ljótt. Dómararnir sáu þetta ekki, þeir sjá ekki allt sem gerist. Þetta var leiðinlegt, þetta á ekki að sjást í fótbolta."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Úlfur spurður út í það hvort Fjölnir sé besta lið deildarinnar? Taflan lýgur ekki er það?
Athugasemdir
banner
banner
banner