Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   lau 15. október 2022 18:41
Sverrir Örn Einarsson
Björn Daníel: Get vonandi notið þess án þess að vera með heiminn á herðum mér
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Þessi var virkilega sætur í dag," sagði Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH eftir 2 - 3 útisigur á Keflavík í Bestu-deild karla í dag en þarna vann FH sinn annan leik í röð í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

„Það eru erfiðar aðstæður og maður vissi að annað liðið myndi í sitthvorum hálfleiknum pressa hitt liðið stíft. Við vorum marki undir eftir fyrri hálfleikinn og sáum möguleika á að geta pressað á þá í seinni hálfleiknum. Við náðum að skora tvö og hefðum geta skorað 3 eða 4 í viðbót fannst mér. Það er alltaf sætt að vinna með einu marki."

Keflavík komst í 2 - 0 en FH minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik.

„Það var virkilega mikilvægt. Þeir hefðu geta þétt raðirnar meira í 2 - 0 yfir og það er líka erfiðara að vera 2-0 undir í hálfleik og sjá fyrir sér að þurfa að skora þrjú. Þetta eina mark sem við gerðum í lok fyrri hálfleiks var sætt og gaf okkur vonina þegar við fórum inn í seinni hálfleikinn. Við vissum alltaf að við myndum skora meira en þurftum að brjóta ísinn og það var ljúft að vinna tvo leiki í röð."

FH er nú komið í þá stöðu að geta tryggt áframhaldandi veru í deildinni með sigri á Fram í næstu umferð.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil og kannski er þetta rétti tímapunkturinn að snúa þessu við. Maður hefði samt viljað vera ofar í töflunni en svona er fótboltinn. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og ætlum að vinna hann og þá getur maður andað aðeins léttar í lokaumferðinni og notið þess án þess að vera með allan heiminn á herðum sér."


Athugasemdir
banner
banner