„Það er grátlegt að geta ekki klárað þetta á heimavelli," sagði Kristján Flóki Finnbogason, famherji FH eftir 1-1 jafntefli við Val í dag en FH hefði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.
Hann jafnaði leikinn í seinni hálfleik með góðu skoti utan teigs en hann er búinn að skora í þrem leikjum í röð eftir dapur gengi fyrir framan markið framan af sumri.
Hann jafnaði leikinn í seinni hálfleik með góðu skoti utan teigs en hann er búinn að skora í þrem leikjum í röð eftir dapur gengi fyrir framan markið framan af sumri.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Valur
„Ég hef fengið að byrja leikina, það er aðallega það. Ég er búinn að skora í fjórum leikjum af sex sem ég hef byrjað."
Hann segir FH-inga ætla að fagna á morgun en með réttu úrslitunum í öðrum leikjum getur liðið orðið Íslandsmeistari án þess að spila.
„Þetta verður öðruvísi stemning en það verður fagnað," sagði Kristján.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir