Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   fim 19. ágúst 2021 21:26
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Zeba er bara þrususenter
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson gat loks fagnað á ný í kvöld
Sigurbjörn Hreiðarsson gat loks fagnað á ný í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geggjuð tilfinning að vinna leik. Það er langt síðan að við unnum síðast, fulllangt og margir leikir sem við erum búnir að fara mjög svekktir frá borði með. En við héldum í dag og unnum bara þrusuflott Þróttarlið sem kom hérna og gaf okkur virkilega flottann leik. “
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur Grindavíkur á Þrótti fyrr í kvöld sem markaði enda tveggja mánaða eyðimerkurgöngu Grindvíkinga sem síðast höfðu unnið leik 18.júní síðastliðinn.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 Þróttur R.

Þegar inn í leikinn var komið vakti uppstilling Grindavíkur áhuga fréttaritara en Sigurbjörn stillti Josip Zeba upp í framherjastöðunni í kvöld en sá hefur hingað til verið frekar þekktur fyrir varnarleik fremur er sóknarleik.

„Zeba er bara þrususenter það er alveg magnað. Ég hef á síðustu tveimur tímabilum pælt í því margoft að setja hann upp í senterinn og mér fannst tilvalið að gera það í dag. “

Senn fer að líða að lokum tímabilsins og spekúleringar um framtíð leikmanna og þjálfara vakna og þá sérstaklega eftir tímabil líkt og hjá Grindavík til þessa. Sigurbjörn verður samningslaus eftir tímabilið en hefur hann í hyggju að halda áfram eða eru menn ekkert farnir að ræða framhald?

„Nei við erum bara inn í miðju tímabili og við tökum bara stöðuna þegar rétti tíminn er til þess. Við bara fókuserum á þrusu Gróttulið sem er á þriðjudaginn.“

Allt viðtalið við Sigurbjörn má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Jörund hundadagakonung ásamt fleiru.
Athugasemdir
banner
banner