
„Það er geggjuð tilfinning að vinna leik. Það er langt síðan að við unnum síðast, fulllangt og margir leikir sem við erum búnir að fara mjög svekktir frá borði með. En við héldum í dag og unnum bara þrusuflott Þróttarlið sem kom hérna og gaf okkur virkilega flottann leik. “
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur Grindavíkur á Þrótti fyrr í kvöld sem markaði enda tveggja mánaða eyðimerkurgöngu Grindvíkinga sem síðast höfðu unnið leik 18.júní síðastliðinn.
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur Grindavíkur á Þrótti fyrr í kvöld sem markaði enda tveggja mánaða eyðimerkurgöngu Grindvíkinga sem síðast höfðu unnið leik 18.júní síðastliðinn.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 1 Þróttur R.
Þegar inn í leikinn var komið vakti uppstilling Grindavíkur áhuga fréttaritara en Sigurbjörn stillti Josip Zeba upp í framherjastöðunni í kvöld en sá hefur hingað til verið frekar þekktur fyrir varnarleik fremur er sóknarleik.
„Zeba er bara þrususenter það er alveg magnað. Ég hef á síðustu tveimur tímabilum pælt í því margoft að setja hann upp í senterinn og mér fannst tilvalið að gera það í dag. “
Senn fer að líða að lokum tímabilsins og spekúleringar um framtíð leikmanna og þjálfara vakna og þá sérstaklega eftir tímabil líkt og hjá Grindavík til þessa. Sigurbjörn verður samningslaus eftir tímabilið en hefur hann í hyggju að halda áfram eða eru menn ekkert farnir að ræða framhald?
„Nei við erum bara inn í miðju tímabili og við tökum bara stöðuna þegar rétti tíminn er til þess. Við bara fókuserum á þrusu Gróttulið sem er á þriðjudaginn.“
Allt viðtalið við Sigurbjörn má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Jörund hundadagakonung ásamt fleiru.
Athugasemdir