„Þetta var smá brekka í lokin. En við náðum að setja sigurmarkið. Mér fannst alltaf eins og við værum að fara að skora. Við vorum að banka og banka og banka og þrjú stig í hús.“ sagði nýjasti leikmaður Vals Natasha Anasi eftir sætan 2-1 sigur Vals á Keflavík í dag.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Keflavík
Natasha var ánægð með spilamennsku Vals í dag og segist aldrei hafa verið stressuð.
„Ég var fullviss að við værum að fara að skora því við vorum að fá svo góð færi. Við vorum að spila vel og finna þessi hættulegu færi sem við leituðum í. Mér fannst alltaf eins og það væri að fara að koma mark og var aldrei neitt stressuð.“
Valur átti gífurlega mörg dauðafæri í dag en Natasha er spennt að sjá XG-ið úr leiknum.
„Ég er spennt að sjá XG-ið úr þessum leik. Við vorum að spila vel, halda boltanum vel og finna þessi hættulegu svæði.“
Natasha er nýjasti leikmaður Vals en henni líður vel í Val.
„Mér líður bara mjög vel. Þau hafa tekið mjög vel á móti mér. Mér líður eins og ég smellpassi inn í hópinn og það er skemmtilegt að vera með þeim. Ég get ekki kvartað neitt mér líður vel hér.“
Var löngu ákveðið að koma í Val?
„Ég var viss að ég vildi koma heim og Valur var alltaf í huganum. Ég hafði samband við umboðsmanninn minn sem heyrði í nokkrum liðum og mér leist vel að koma hingað. Valur var alltaf fyrsti kosturinn minn.“
Viðtalið við Natöshu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.