„Mér líður ílla þetta var bara þannig leikur að mér fannst við eiga eitthvað skilið úr þessum leik ef ég á að vera heiðarlegur með það fyrir utan fyrsta korterið voru þeir aðeins sterkari en heilt yfir vorum við meira með boltann og gott flæði í spilinu hjá okkur svo fram á síðasti þriðjung að skapa okkur svona almennileg færi."
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 Fylkir
Mikið jafnræði var með liðunum í kvöld og munurinn á liðunum var að Stjarnan skoraði mörkin 2 og Fylkismenn ekkert.
„Já að einhverju leyti en okkur vantar þessi alvöru dauðafæri til að skora en strákarnir lögðu sig 100 prósent fram og gáfu allt í þetta og spiluðu vel en vantaði bara mörk í dag."
Ólafur Kristófer Helgason stóð í markinu hjá Fylkismönnum í fjarveru Arons Snæs Friðrikssonar og var Ólafur Stígsson þjálfari Fylkis spurður út í meiðsli hans.
„Hann fékk smá heilahristing þannig yfirleitt er talað um einhverjar tvær til þrjár vikur þannig við metum það bara fram að næsta leik en ég tel ólíklegt að hann spili næsta leik."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir