Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
   sun 25. ágúst 2024 20:33
Haraldur Örn Haraldsson
Daníel Hafsteins: Hann bara rænir marki þarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníe Hafsteinsson leikmaður KA var lykilmaður í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram. 


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Ekkert frábær leikur hjá okkur, við vorum svolítið passívir og þeir eru góðir að spila, og gerðu það vel. Þeir kannski sköpuðu sér ekkert endalaust af færum, en við vorum svona aðeins undir í öllu fannst mér, eða allavega mestan partin af leiknum. Bara ógeðslega mikilvægt að ná þessum sigri, manni er alveg sama eftir leik hvernig við spiluðum bara sigurinn, það er geggjað."

Dagur Ingi Valsson skoraði sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. Dagur er nýgenginn til lið við KA og þetta var aðeins annar leikurinn hans fyrir félagið.

„Ég þekki Dag, hann náttúrulega bjó á Akureyri í einhvern tíma, jafngamall mér og ég hef oft spilað á móti honum. Hann er bara topp gæji, skemmtilegur strákur og góður í fótbolta. Þannig hann kemur bara vel inn í þennan hóp. Það var aldrei spurning."

Daníel hefur átt mjög gott tímabil fyrir KA. Hann hefur lengi verið talinn einn af hæfileikaríkari leikmönnum liðsins og jafnvel deildarinnar. Hann hefur svo sannarlega sýnt það á þessu tímabili.

„Maður æfði bara ágætlega í vetur og maður hefur svo sem alltaf gert það. Það hefur dálítið vantað upp á þessar tölur sem að margir sem fylgjast ekkert endilega alltof mikið með fótbolta, skoða mest. Það er aðeins hærra núna og ég er búinn að tikka inn eitthvað af mörkum. En ég er líka búinn að spila mjög vel, það er ekkert sem ég hef breytt. Þetta svona tikkar þegar maður byrjar að spila vel, það er aðeins meira sjálfstraust og þá heldur maður áfram. En ég get ekki bent á eitthvað eitt sem ég hef gert betur núna heldur en síðustu ár."

Daníel kemst í algjört dauðafæri til að skora í lok fyrri hálfleiks. Hann skýtur í átt að marki en Haraldur Einar leikmaður Fram ver boltan með hendinni. Ekkert var dæmt á það því enginn virtist taka eftir því.

„Ég sá þetta núna inn í klefa. Ég einmitt hélt að ég væri að fara skora 100% útaf því að boltinn datt fyrir mig eiginlega bara á línunni. Ég ætlaði bara að dúndra honum inn. Síðan bara hélt ég að boltinn hafi farið fyrst í Geira (Ásgeir Sigurgeirsson) en þetta var ótrúlegt. Síðan sá ég þetta núna, hann bara rænir marki þarna, en ég held að það hafi enginn tekið eftir þessu inn á vellinum nema hann sjálfur útaf því hann fékk hann í sig. Mér finnst líka ótrúlegt að þetta hafi ekki bara farið í gegnum hann, þetta er ekki súkkulaði úlnliður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner