Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans van Fram 2-1 á Lamgbhagavellinum
Lestu um leikinn: Fram 1 - 2 KA
„Náttúrulega bara virkilega sætt. Þetta var bara frábært mark og að sjálfsögðu bara hérna alveg í lokin og það var mjög sætt. Eftir ekki alveg nógu góðan leik hjá okkur fannst mér, við fengum svo sem fleiri færi til að skora, við áttum að skora 2-3 mörk í viðbót. Frammistaðan var ekki alveg eins og ég vonaðist til, pressan var svona ekki alveg nógu góð og svo þegar við vinnum boltan að við ættum að vera betri í að spila úr fyrstu pressu hjá þeim og vera aðeins þolinmóðari. En það er þannig þegar hlutirnir ganga ekki upp, þá snýst þetta um karakterinn. Við erum með fullt af flottum karakterum, fullt af strákum frá norðan sem standa saman. Við hlaupum og hlaupum, og verjumst. Þá gefur þú sjálfum þér möguleika að geta unnið leik, þó hlutirnir ganga ekki upp allstaðar á vellinum. Frábært að það hafi tekist í dag, kredit á strákana að hafa haldið áfram allan tíman, þó hlutirnir væru ekki að virka. Við endum á að vinna og það er langt síðan við höfum tapað, komnir í efri hlutan. Þannig við erum ánægðir en við ætlum að vera með betri frammistöðu í næsta leik og það er nóg eftir."
Dagur Ingi Valsson er nýgenginn til liðs við KA frá Keflavík og spilaði sinn annan leik fyrir félagið í dag. Hann skoraði þetta hádramatíska sigurmark fyrir KA.
„Náttúrulega bara æðislegt fyrir hann að koma hérna í nýtt lið. Við erum að kynnast honum og hann er að kynnast okkur. Æðislegt fyrir hann að fá að klára þetta og vera smá hetja í lokin, það skiptir kannski engu máli fyrir KA hver skorar en alltaf þægilegt að byrja vel í nýju liði."
KA hefur verið að elta skottið á sér eftir slæma byrjun á tímabilinu. Staðan í dag er hinsvegar sú að ef Stjarnan tapar á morgun þá eru KA menn komnir með topp 6 sætið í eigin hendur.
„Fyrir mér er bara tveir leikir eftir sem við eigum að klára og við getum ekkert verið að spá í öðru. Þegar það er búið þá tekur við bikarúrslitaleikur. Þannig þetta snýst um að við höldum fókus á einn leik í einu, það eru rosa spennandi tímar frammundan. Ef við komumst í topp 6 þá er það æðislegt. Þannig við stefnum á það, en ég er lítið að spá í öðrum liðum. Það sem ég er að spá í er næsti andstæðingur og hvernig getum við haldið áfram að bæta okkur. Því að við erum ekki að gleyma okkur þó við höfum unnið hérna í dag, það eru hlutir sem við þurfum að bæta í frammistöðunni. Við fáum Blikana heim næst, við töpuðum á pirrandi hátt á móti þeim síðast 2-1. Þeir eru bara hörku lið á hörku skriði. Þannig við mætum tilbúnir í þann leik og ættum að vera með aðeins betri frammistöðu og ætlum að reyna að vinna þá heima á Akureyri."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.