Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 25. ágúst 2024 19:05
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhannes Karl: Við setjum þá kröfu á okkur sem lið að eiga alltaf okkar besta leik
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Bara svekkelsi, heilt yfir hefðum við viljað gera betur. Mér fannst hlutir í spilamennskunni sem voru ekki upp á tíu í dag og við setjum þá kröfu á okkur sem lið að eiga alltaf okkar besta leik og stíga skref fram á við og mér fannst vanta aðeins upp á það í dag“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-2 tap gegn Þrótti í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

Leikurinn var úrslitaleikur um það hvort liðið myndi klára mótið fyrir tvískiptingu í efri hluta deildarinnar en Stjörnunni dugði jafntefli. Staðan var 1-1 í hálfleik og var það alveg fram á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar Þróttarar skoruðu sigurmarkið. Aðspurður hvort hann hafi talið sitt lið vera að verja stigið of mikið segir hann:

„Það er náttúrulega alltaf einhversstaðar í huganum að eitt stig hefði dugað en mér fannst það svona, já það má kannski orða það þannig. Mér finnst við fara of fljótt í einhverja langa bolta í staðinn fyrir að halda boltanum innan liðsins og kannski verja þetta eina stig í staðinn fyrir að sækja þrjú.“

Stjarnan endar í neðri hlutanum eftir úrslit dagsins og þurfa þar að spila við þrjú lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en fyrir Stjörnuna eru þessir leikir í rauninni hálf tilgangslausir hvernig fer liðið inn á þessa leiki?

„Þetta eru bara þrír leikir þar sem við förum í til þess að vinna en að sjálfsögðu bíður þetta okkur upp á að geta kannski gefið fleiri leikmönnum tækifæri og það eru ungir leikmenn og hungraðir á bekknum og verður bara áhugavert að sjá hvernig þær nýta þær mínútur sem þær fá í þessum leikjum líka.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner