Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 28. júní 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Það ætti ekki neitt að koma okkur á óvart
Rúnar og aðstoðarmaður hans, Brynjar Björn.
Rúnar og aðstoðarmaður hans, Brynjar Björn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum búnir að skoða þá í bak og fyrir og ættum að vera vel undirbúnir fyrir þá," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Fótbolt.net í dag, en á morgun mætir Stjarnan írska liðinu Shamrock Rovers í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, kíkti á síðasta leik hjá írska liðinu.

„Hann kíkti á síðasta leik hjá þeim. Þetta er hörkulið og við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir þetta. Það ætti ekki að koma okkur neitt á óvart," sagði hann enn fremur.

„Það er mikið tempó í þeirra leik og þeir fara svolítið geist af stað í góða hápressu og við þurfum að vera varkárir þar. Þeir beita löngum sendingum og vinna seinni boltann. Þeir setja mikinn þrýsting á andstæðingana, þannig hafa þeir spilað."

Þjálfari Shamrock virtist nokkuð bjartsýnn í viðtali á dögunum.

„Hann má vera það. Það kemur bara í ljós á morgun hvernig það gengur hjá honum," sagði Rúnar.

Gengi Stjörnunnar í Pepsi-deildinni hefur verið brösugt upp á síðkastið. Rúnar segir það jákvætt að færa sig í Evrópudeildina.

„Það er bara gaman. Þetta eru stærstu leikirnir sem leikmenn geta spilað og eins og staðan er núna eru allir leikmenn okkar heilir, þetta lítur ágætlega út. Þetta mun hjálpa okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner