„Við erum búnir að skoða þá í bak og fyrir og ættum að vera vel undirbúnir fyrir þá," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Fótbolt.net í dag, en á morgun mætir Stjarnan írska liðinu Shamrock Rovers í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, kíkti á síðasta leik hjá írska liðinu.
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, kíkti á síðasta leik hjá írska liðinu.
„Hann kíkti á síðasta leik hjá þeim. Þetta er hörkulið og við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir þetta. Það ætti ekki að koma okkur neitt á óvart," sagði hann enn fremur.
„Það er mikið tempó í þeirra leik og þeir fara svolítið geist af stað í góða hápressu og við þurfum að vera varkárir þar. Þeir beita löngum sendingum og vinna seinni boltann. Þeir setja mikinn þrýsting á andstæðingana, þannig hafa þeir spilað."
Þjálfari Shamrock virtist nokkuð bjartsýnn í viðtali á dögunum.
„Hann má vera það. Það kemur bara í ljós á morgun hvernig það gengur hjá honum," sagði Rúnar.
Gengi Stjörnunnar í Pepsi-deildinni hefur verið brösugt upp á síðkastið. Rúnar segir það jákvætt að færa sig í Evrópudeildina.
„Það er bara gaman. Þetta eru stærstu leikirnir sem leikmenn geta spilað og eins og staðan er núna eru allir leikmenn okkar heilir, þetta lítur ágætlega út. Þetta mun hjálpa okkur."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir