Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mið 31. júlí 2024 22:43
Elvar Geir Magnússon
Lék sinn fyrsta leik síðan 2022 - „Var alveg við það að gefast upp“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hápunkturinn í markalausum leik Fylkis og Fram var endurkoma Daða Ólafssonar sem hefur verið lengi frá. Hann sleit krossband í hné í upphafi árs 2023 og lék í kvöld sinn fyrsta Íslandsmótsleik síðan hann hjálpaði Fylki að komast upp árið 2022.

Daði kom inn á 80. mínútu í kvöld. Hvernig var tilfinningin að stíga loksins aftur inn á fótboltavöllinn?


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Það var geðveikt, þetta var langþráð," svaraði Daði skælbrosandi.

„Þetta hefur verið helvíti basl. Þetta hefur tekið eitt og hálft ár. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekkert snúa aftur. Maður þurfti að sækja djúpt á tímabili, maður var alveg við það að gefast upp. Maður er kominn með fjölskyldu og þetta er heljarinnar fórn, maður hugsaði um að segja þetta gott en þetta er bara svo fokking gaman."

Daði lenti í nokkrum bakslögum en hélt áfram.

„Ég endaði á að fara í samanlagt fjórar aðgerðir. Þegar við fórum í æfingaferðina núna þá kom smá von," segir Daði sem vonast til þess að geta hjálpað Fylki við að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner