Hápunkturinn í markalausum leik Fylkis og Fram var endurkoma Daða Ólafssonar sem hefur verið lengi frá. Hann sleit krossband í hné í upphafi árs 2023 og lék í kvöld sinn fyrsta Íslandsmótsleik síðan hann hjálpaði Fylki að komast upp árið 2022.
Daði kom inn á 80. mínútu í kvöld. Hvernig var tilfinningin að stíga loksins aftur inn á fótboltavöllinn?
Daði kom inn á 80. mínútu í kvöld. Hvernig var tilfinningin að stíga loksins aftur inn á fótboltavöllinn?
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 0 Fram
„Það var geðveikt, þetta var langþráð," svaraði Daði skælbrosandi.
„Þetta hefur verið helvíti basl. Þetta hefur tekið eitt og hálft ár. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekkert snúa aftur. Maður þurfti að sækja djúpt á tímabili, maður var alveg við það að gefast upp. Maður er kominn með fjölskyldu og þetta er heljarinnar fórn, maður hugsaði um að segja þetta gott en þetta er bara svo fokking gaman."
Daði lenti í nokkrum bakslögum en hélt áfram.
„Ég endaði á að fara í samanlagt fjórar aðgerðir. Þegar við fórum í æfingaferðina núna þá kom smá von," segir Daði sem vonast til þess að geta hjálpað Fylki við að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
Athugasemdir