Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
banner
   mið 31. júlí 2024 22:43
Elvar Geir Magnússon
Lék sinn fyrsta leik síðan 2022 - „Var alveg við það að gefast upp“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hápunkturinn í markalausum leik Fylkis og Fram var endurkoma Daða Ólafssonar sem hefur verið lengi frá. Hann sleit krossband í hné í upphafi árs 2023 og lék í kvöld sinn fyrsta Íslandsmótsleik síðan hann hjálpaði Fylki að komast upp árið 2022.

Daði kom inn á 80. mínútu í kvöld. Hvernig var tilfinningin að stíga loksins aftur inn á fótboltavöllinn?


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fram

„Það var geðveikt, þetta var langþráð," svaraði Daði skælbrosandi.

„Þetta hefur verið helvíti basl. Þetta hefur tekið eitt og hálft ár. Á tímabili hélt ég að ég myndi ekkert snúa aftur. Maður þurfti að sækja djúpt á tímabili, maður var alveg við það að gefast upp. Maður er kominn með fjölskyldu og þetta er heljarinnar fórn, maður hugsaði um að segja þetta gott en þetta er bara svo fokking gaman."

Daði lenti í nokkrum bakslögum en hélt áfram.

„Ég endaði á að fara í samanlagt fjórar aðgerðir. Þegar við fórum í æfingaferðina núna þá kom smá von," segir Daði sem vonast til þess að geta hjálpað Fylki við að halda sæti sínu í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner