„Þetta eru góðar fréttir fyrir Pepsi-deildina," sagði Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.
Hann var þá að tala um fögn Kwame Quee og Brynjólfs Darra Willumssonar eftir mörk þeirra í Fótbolta.net mótinu í gær en þeir bæði dönsuðu og tóku sitt eigið handaband sem má sjá á myndbandinu að ofan sem BlikarTV tók saman fyrir Fótbolta.net.
Tómas Þór Þórðarson meðstjórnandi hans að þættinum tók undir: „Þetta er ein daufasta deild á norðurhjara veraldar þegar kemur að almennri gleði svo ég fagna þessu gríðarlega," sagði hann.
„Ég vil að fleiri menn taki þetta upp og við förum í svona handshake keppni. Ímyndaðu þér að Pepsi-deildin gæti verið með handshake umferðarinnar, það væri eftir því tekið og um það talað."
Kíktu á spilarann að ofan og sjáðu fögnin umtöluðu en BlikarTV tók saman fyrir Fótbolta.net.
Athugasemdir