„Takk fyrir að skapa svona gott veður fyrir okkur hér upp á Skaga," var það fyrsta sem Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði í viðtali eftir 3-2 sigur á ÍA í kvöld.
Milos var heilt yfir ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum.
Milos var heilt yfir ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 3 Breiðablik
„Heilt yfir er ég ánægður með spilamennskuna og að fá þrjú stig. Það er ekki létt að koma hingað á móti spræku liði og baráttuglöðu liði ÍA. Við vissum að þeir skora helling af mörkum, það var því eins gott að byrja á því að setja tvö mörk snemma."
Sóknarmennirnir eru farnir að skora hjá Blikum og Milos segir það jákvætt. Hann segir hins vegar að það þurfi að laga varnarleikinn.
„Við fengum reyndar fullt af færum líka í dag sem hefðuð getað endað með marki. Þetta eru samt núna þrír leikir og átta mörk, það er ansi gott meðaltal," sagði Milos.
„Það augljóst að við þurfum að laga varnarleikinn," sagði hann einnig þegar hann kom inn á sóknarleikinn.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir