Kann þetta alveg
„Já, það er bara ógeðslega gaman að vinna Val. Mér finnst að KR eigi að vinna Val hérna, þurfum að hafa stoltið í það. Það var dugnaður í okkur, ekki besti leikurinn okkar en dugnaðurinn og ástríðan skilaði þessu," sagði Aron Snær Friðriksson, markvörður KR, eftir sigur á Val í dag.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Valur
Sigurmarkið kom í blálokin, Stefan Alexander Ljubicic skoraði markið eftir sendingu frá Theodóri Elmari Bjarnasyni. Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu?
„Ljubicicinn maður, hann hitt'ann ekki, ég get næstum því lofað þér því," sagði Aron á léttu nótunum. „Þetta var ógeðslega vel gert hjá honum, góð sókn, Kennie vinnur boltann og við erum búnir að skora einhverjum fimm sekúndum seinna. Mjög vel gert."
Aron fékk kallið í dag eftir að hafa setið á bekknum allt tímabilið. Er hann ánægður með frammistöðuna í dag?
„Já já, bara 'solid'. Maður hefur alveg gert þetta áður, spilað fullt af leikjum í þessari deild og ég kann þetta alveg. Þetta var bara mjög fínt."
„Þú verður að tala við Rúnar um það, ég ræð engu. Við vonum það besta," sagði Aron og brosti þegar fréttaritari sagði að Aron væri að gera tilkall á byrjunarliðssæti í næsta leik.
KR er núna í fjórða sætið og kemst ekki ofar í deildinni. „Það er einn leikur í einu, hundleiðinlegur frasi og allt það, við viljum enda eins ofarlega og við getum. Það er fjórða sætið og við reynum að ná því," sagði Aron.
Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er hann frekar spurður út í bekkjarsetuna og árið hjá KR.
Athugasemdir